Lífið

Samdi lag við bæn álfkonu

Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar
Bergljót Arnalds kemur fram á álfahátíð í Hafnarfirði.
Bergljót Arnalds kemur fram á álfahátíð í Hafnarfirði. Mynd/Bjarney
Bergljót Arnalds útskrifaðist um síðustu helgi úr söngnámi og lagasmíðum frá skóla í Kaupmannahöfn.

„Þetta er eitthvað sem hefur alltaf bankað upp á hjá mér og mig hefur langað til að prófa,“ segir Bergljót.

Hún hefur flutt átta frumsamin lög á tónleikum úti í Kaupmannahöfn. En hér heima mun hennar fyrsta verk sem lagasmiður vera að flytja lag sem hún hefur samið við bæn álfkonunnar Tamínu.

„Ragnhildur Jónsdóttir í Hellisgerði talar við álfkonur og skrifaði upp þessa bæn. Ég tala ekki við álfa en ég mun flytja lagið á álfahátíðinni í Hafnafirði 22. júní,“ segir Bergljót Arnalds.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.