Lífið

Mögnuð orka á Vestfjörðum

Steinunn Þórðardóttir
Steinunn Þórðardóttir
Nafn? Steinunn Þórðardóttir.

Aldur? 32 ára.

Starf? Starfa sjálfstætt við kvikmyndagerð, förðun, hár og sem gervahönnuður. Er líka jógakennari í Mjölni MMA.



Maki? Hann er einhvers staðar að græja hvíta hestinn sinn.



Stjörnumerki? Naut.

Hvað fékkstu þér í morgunmat?Chia-graut með heimagerðri möndlumjólk, eplum, kanil, ristuðum kókosflögum og kakónibbum. Cappuccino með sömu góðu möndlumjólkinni.

Uppáhaldsstaður?Vestfirðir. Get samt ómögulega gert upp á milli staða þar! En það er einhver óútskýrð og mögnuð orka í gangi þarna.

Hreyfing?Jóga er í fyrsta sæti.Víkingaþrekið í Mjölni ómissandi partur af vikunni.

Uppáhaldsfatahönnuður?Vivienne Westwood. Annars þurfum við hérna á klakanum ekki að leita langt til að kaupa gott og flott hugvit. Jör, Aftur, Jet Korine, Helicopter og Eygló.

Uppáhaldsbíómynd?Skipti reglulega um uppáhaldsmyndir. Þessa dagana er það Málmhaus, flott mynd sem ég er gríðarlega stolt af.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.