Hannaði á morðóðan mafíósa Ragnheiður Tryggvadóttir skrifar 22. maí 2014 12:00 Svava Magdalena Arnarsdóttir hannaði á siðblindan mafíósa í lokaverkefni sínu í fatahönnun við LHÍ. Mynd/daníel Ég er svolítið elegant og pönkuð týpa sjálf svo það má segja að línan sé lýsandi fyrir minn eigin stíl. Ég gæti vel séð sjálfa mig í þessum fötum. Ég á hins vegar ekkert sameiginlegt með karakternum, ég er ekki svona ill,“ segir Svava Magdalena Arnarsdóttir hlæjandi þegar hún er spurð út í útskriftarlínu sína í fatahönnun frá LHÍ en Svava hannaði fatnað á siðblint mafíósakvendi. „Ég bý alltaf til ímyndaðan heim og karakter til að byggja á við hönnunarvinnuna. Fyrir lokaverkefnið bjó ég til móður á fertugsaldri í Brasilíu, sem starfar í leyni sem mafíuforingi. Hún heldur úti liði manna sem vinna skítverkin fyrir hana og er moldrík. Hún þykist vera annað en hún er og byggir kirkjur og heimili fyrir munaðarleysingja og heldur stórar veislur í villunni sinni. En ef henni mislíkar eitthvað fækkar gestunum. Hún er siðblind fyrir allan peninginn,“ útskýrir Svava og segir hönnunarferlið hafa verið þrælskemmtilegt. „Ferlið var mjög spennandi og þótt auðvitað sé alltaf mikil pressa í lokaskilum þá er það góð pressa. Ég byrjaði ung að sauma föt og stefndi alltaf á fatahönnunina en kláraði kjólaklæðskurð áður en ég hóf hönnunarnámið,“ segir Svava. En hvernig föt kýs siðblint mafíósakvendi? „Hún kýs fáguð og falleg föt úr gæðaefnum. Ég notaði reimar í línuna sem tilvísun í krufningar, þar sem hún drepur til að afla sér fjár,“ segir Svava sposk. Eftir annasamar síðustu vikur fyrir útskrift segir Svava sumarið óráðið. Í vetur dreymir hana um að komast út fyrir landsteinana. „Það væri gaman að fá einhverja vinnu úti eða fara sem lærlingur eitthvert. Bara prófa eitthvað nýtt og sjá hvað heimurinn hefur upp á að bjóða.“ Mest lesið Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Lífið „Ég fékk alveg gæsahúð þegar ég sá þetta“ Tíska og hönnun Skilnaðarhringir slá í gegn: „Ég set minn á löngutöng“ Tíska og hönnun Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Lífið Sveppi, Edda og Villi Neto keppa í Taskmaster Bíó og sjónvarp Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Lífið Désirée prinsessa látin Lífið Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Lífið Kynntist manninum á Tinder í Covid Lífið Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Lífið Fleiri fréttir Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Sjá meira
Ég er svolítið elegant og pönkuð týpa sjálf svo það má segja að línan sé lýsandi fyrir minn eigin stíl. Ég gæti vel séð sjálfa mig í þessum fötum. Ég á hins vegar ekkert sameiginlegt með karakternum, ég er ekki svona ill,“ segir Svava Magdalena Arnarsdóttir hlæjandi þegar hún er spurð út í útskriftarlínu sína í fatahönnun frá LHÍ en Svava hannaði fatnað á siðblint mafíósakvendi. „Ég bý alltaf til ímyndaðan heim og karakter til að byggja á við hönnunarvinnuna. Fyrir lokaverkefnið bjó ég til móður á fertugsaldri í Brasilíu, sem starfar í leyni sem mafíuforingi. Hún heldur úti liði manna sem vinna skítverkin fyrir hana og er moldrík. Hún þykist vera annað en hún er og byggir kirkjur og heimili fyrir munaðarleysingja og heldur stórar veislur í villunni sinni. En ef henni mislíkar eitthvað fækkar gestunum. Hún er siðblind fyrir allan peninginn,“ útskýrir Svava og segir hönnunarferlið hafa verið þrælskemmtilegt. „Ferlið var mjög spennandi og þótt auðvitað sé alltaf mikil pressa í lokaskilum þá er það góð pressa. Ég byrjaði ung að sauma föt og stefndi alltaf á fatahönnunina en kláraði kjólaklæðskurð áður en ég hóf hönnunarnámið,“ segir Svava. En hvernig föt kýs siðblint mafíósakvendi? „Hún kýs fáguð og falleg föt úr gæðaefnum. Ég notaði reimar í línuna sem tilvísun í krufningar, þar sem hún drepur til að afla sér fjár,“ segir Svava sposk. Eftir annasamar síðustu vikur fyrir útskrift segir Svava sumarið óráðið. Í vetur dreymir hana um að komast út fyrir landsteinana. „Það væri gaman að fá einhverja vinnu úti eða fara sem lærlingur eitthvert. Bara prófa eitthvað nýtt og sjá hvað heimurinn hefur upp á að bjóða.“
Mest lesið Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Lífið „Ég fékk alveg gæsahúð þegar ég sá þetta“ Tíska og hönnun Skilnaðarhringir slá í gegn: „Ég set minn á löngutöng“ Tíska og hönnun Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Lífið Sveppi, Edda og Villi Neto keppa í Taskmaster Bíó og sjónvarp Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Lífið Désirée prinsessa látin Lífið Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Lífið Kynntist manninum á Tinder í Covid Lífið Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Lífið Fleiri fréttir Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Sjá meira