Lífið

Laglegar í leðri

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Vísir/Getty
Leður fer aldrei úr tísku. Það vita frægustu konur heims sem hafa sést spóka sig í alls kyns leðurflíkum þó sólin skíni hátt á himni.

Leðrið passar við alls kyns tilefni, hvort sem það er kvöldstund með góðum vinum eða á rauða dreglinum eins og meðfylgjandi myndir sína.

Cameron Diaz var í leðurkjól frá The Row á frumsýningu myndarinnar The Other Woman í London.
Leikkonan Emma Stone mætti í þessum kjól frá Lanvin þegar kvikmyndin The Amazing Spider-Man 2 var frumsýnd í Frakklandi.
Leikkonan Emily VanCamp var í leðurkjól frá Sachin + Babi þegar hún var gestur Jimmy Fallon í The Tonight Show.
Fyrirsætan Cara Delevingne bauð upp á bert á milli og leðurbuxur í teiti í London.
Leikkonan Shailene Woodley mætti á aðdáendaviðburðinn The Fault In Our Stars í Nashville í leðurbuxum frá Barbara Bui.
Fyrirsætan Kendall Jenner húkkaði leigubíl í New York í þessum reffilegu leðurbuxum.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.