Lífið

Býr til hárgreiðslubók fyrir Disney

Baldvin Þormóðsson skrifar
Fyrri bækur Theodóru Mjallar, Lokkar og Hárið, hafa slegið rækilega í gegn.
Fyrri bækur Theodóru Mjallar, Lokkar og Hárið, hafa slegið rækilega í gegn. mynd/einkasafn
„Við erum sem sagt að taka fyrir ellefu Disney-prinsessur og gera þrjár til fjórar greiðslur fyrir hverja prinsessu,“ segir hárgreiðslu- og dagskrágerðakonan Theódóra Mjöll Skúladóttir Jack en hún vinnur að nýrri hárgreiðslubók fyrir Disney.

„Ellen Lofts sér um leikmyndina, fötin og að stílísera stelpurnar, Gassi tekur ljósmyndirnar og ég sé um greiðslurnar,“ segir hún, en í bókinni sjálfri verða bara íslenskar stelpur.

„Það er frábært fyrir ungar íslenskar stelpur að taka þátt í svona, þær verða á þúsundum heimila í Bandaríkjunum þegar þetta kemur út,“ segir Theódóra en Edda útgáfa sér um útgáfu bókarinnar.

„Disney-fyrirtækið er víst að taka aðra stefnu og reyna að höfða til eldri stúlknahóps og við erum svolítið að taka þátt í því með þessu verkefni.“ Hugmyndin er upprunalega sprottin frá fyrri bók hennar, Lokkar, sem kom út fyrir síðustu jól.

„Það verða einhverjar greiðslur úr Lokkum en síðan geri ég nýjar og útfæri þær á þann hátt að þær passi fyrir hverja prinsessu fyrir sig. Það er búið að vera ótrúlega gaman að sjá hvað stelpurnar taka vel í þetta og eru spenntar fyrir að fá að vera Disney-prinsessa í einn dag.“ 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.