Lífið

Fjölnir nefnir fola eftir vini

Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar
Hestamaðurinn Fjölnir heiðrar vini og kærustur með nafngiftum.
Hestamaðurinn Fjölnir heiðrar vini og kærustur með nafngiftum.
Útvarpsmaðurinn Ívar Guðmundsson er kátur þessa dagana vegna þess að vinur hans, Fjölnir Þorgeirsson, nefndi folald eftir honum. Fjölnir tilkynnti nafngiftina á Facebook-síðu sinni og segir: „Hann verður pottþétt stóðhestur framtíðarinnar og á eftir að vera í fullu fjöri til ársins 2069, eins og nafni hans. Ekki leiðum að líkjast.“

Einnig hefur Fjölnir gefið folaldi nafnið Lucinda, í höfuðið á fréttakonunni Telmu Lucindu Tómasson, og eitt folaldið fær nafnið Bryndís í höfuðið á fyrrverandi kærustu hans.

Hann segist vera duglegur að nefna folöld eftir kærustum sínum og í kjölfarið koma fjölmargar stríðnislegar athugasemdir á vegginn hans frá vinkonum sem heimta að folöld verði nefnd eftir þeim ásamt vangaveltum um hvað næstu folöld muni heita.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.