Lífið

Nýjar bækur um hetjurnar á HM

Kristjana Arnarsdóttir skrifar
Cristiano Ronaldo er á meðal þeirra sem fjallað er um í hinum nýju HM-bókum Illuga.
Cristiano Ronaldo er á meðal þeirra sem fjallað er um í hinum nýju HM-bókum Illuga.
„Við vonumst til þess að okkar ungu strákar og stelpur geti lesið sér til um þessa flottu fótboltamenn um leið og þau fylgjast með leikjunum,“ segir Illugi Jökulsson sem nú hefur skrifað sex bækur í tengslum við Heimsmeistaramótið í knattspyrnu sem fram fer í Brasilíu í sumar.

Bækurnar eru ætlaðar ungum áhugamönnum um íþróttina en þeir Lionel Messi, Mario Balotelli, Luis Suárez, Neymar og Cristiano Ronaldo fá allir bók undir eigin feril en sjötta bókin er yfirlit yfir 28 knattspyrnustjörnur sem miklar vonir eru bundnar við á knattspyrnuvellinum.

Heldur með Brasilíu Illugi kveðst sjálfur hafa haldið með Brasilíu á stórmótum í gegnum tíðina.
„Við erum meira að segja með einn Íslending í bókinni, hann Aron Jóhannsson. Við treystum á að hann verði valinn í bandaríska liðið og teljum víst að Klinsmann eigi enga aða betri framherja en hann,“ segir Illugi, sem sjálfur segist hafa haldið með Brasilíu á stórmótum í gegnum tíðina.

Illugi segir að ungt fólk í dag skorti í raun tvennt, annars vegar líkamsþjálfun og hins vegar bóklestur, og eigi bækurnar því að geta lagt sitt af mörkum til að bæta úr skák á báðum sviðum. 

„Texti bókanna er læsilegur og svo eru þær skemmtilega myndskreyttar. Við vonum að minnsta kosti að þetta geti hvatt unga fólkið til að lesa aðeins meira.“ 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.