Lífið

Tveir ungir leikarar heiðraðir

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Adèle Exarchopoulos og Logan Lerman með Cate Blanchett.
Adèle Exarchopoulos og Logan Lerman með Cate Blanchett. Vísir/Getty
Hin árlegu Chopard-verðlaun voru afhent á kvikmyndahátíðinni í Cannes á fimmtudaginn en þau hafa verið veitt tveimur ungum leikurum síðan árið 2001. Er verðlaununum ætlað að heiðra framlag þeirra í kvikmyndabransanum og hvetja þá áfram í sinni list.

Verðlaunahafarnir í ár eru Adèle Exarchopoulos og Logan Lerman. Adèle er frönsk leikkona og er þekktust fyrir hlutverk sitt sem Adèle í kvikmyndinni Blue is the warmest colour. Fyrir þá frammistöðu hlaut hún Gullpálmann í fyrra og er yngsti listamaðurinn til að hljóta þau verðlaun, en hún er fædd árið 1993.

Lerman er bandarískur leikari sem leikur aðalhlutverkið í Percy Jackson-myndunum. Þá hefur hann einnig leikið í myndum á borð við The Butterfly Effect, The Number 23 og Noah.

Cate klæddist kjól frá Valentino og bar skartgripi frá chopard.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.