Lífið

Kennir spinning í sex klukkutíma

Kristjana Arnarsdóttir skrifar
Hefur aldrei hjólað svo lengi Sandra Björg hefur kennt spinning um langt skeið en hefur aldrei fyrr hjólað samfleytt í sex klukkutíma.
Hefur aldrei hjólað svo lengi Sandra Björg hefur kennt spinning um langt skeið en hefur aldrei fyrr hjólað samfleytt í sex klukkutíma. fréttablaðið/Daníel
„Ég hef í mesta lagi hjólað í einhverja tvo tíma svo ég er alveg smá stressuð,“ segir spinningkennarinn Sandra Björg Helgadóttir en hún ætlar að hjóla í sex klukkutíma samfleytt til þess að afla fjár fyrir útskriftarferð sína.

Sandra er að að útskrifast úr iðnaðarverkfræði frá Háskóla Íslands en fannst þær fjáröflunarhugmyndir sem komu frá skólanum ekki vera upp á marga fiska. „Það er alltaf þetta sama í boði, páskaegg eða klósettpappír, og ég meikaði bara ekki að selja þetta eina ferðina enn. Ég var sjálf með alls konar hugmyndir og ákvað að hrinda einni í framkvæmd og þetta fékk rosalega góðar undirtektir,“ segir Sandra, sem kennt hefur spinning í World Class Laugum um nokkurt skeið en hún fékk til liðs við sig sjö aðra spinningkennara sem koma til með að hjóla henni til stuðnings.

„Fyrirkomulagið verður þannig að ég kenni í hálftíma en fer svo út í sal og hjóla með þeim kennara sem tekur við. Hálftíma síðar tek ég svo aftur við. Þetta geri ég til þess að passa upp á röddina.“

Sandra segir að hver sem er geti tekið þátt í gleðinni sem fer fram í Laugum hinn 25. maí frá kl. 13-19.

„Það þarf ekki að vera með kort í World Class til að taka þátt en þátttakan kostar 500 krónur og verður greitt í afgreiðslunni. Svo verð ég með skemmtilegt happdrætti og eru vinningarnir ekki af verri endanum. Kostur gefur til að mynda hina geysivinsælu NutriBullet-safavél í vinning.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.