Hélt að hann myndi deyja 26 ára Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 16. maí 2014 13:30 Jónas útilokar ekki að halda afmælispartí í sumar eða haust. Vísir/Pjetur „Mér finnst æðislegt að vera fertugur. Ég er svakalega ánægður með þetta,“ segir tónlistarmaðurinn og kerfisfræðingurinn Jónas Sigurðsson. Hann fagnar fertugsafmæli sínu í dag en sem barn trúði hann ekki að hann myndi ná þeim áfanga. „Þegar ég var sirka ellefu ára var ég viss um að ég myndi deyja fyrir 26 ára aldur. Þá las ég Spádóma Nostradamusar og þar sagði að kjarnorkustríð myndi geisa árið 1999. Ég las þessa bók á Bókasafni Þorlákshafnar og var viss um að þetta myndi rætast og ég myndi ekki lifa lengur,“ segir Jónas og er þessi minning sem greypt í minni hans. „Ég lá rosalega oft andvaka á nóttunni í angist og mamma og pabbi reyndu að sannfæra mig um að þetta væri ekki rétt. Þannig að hvert ár umfram 26 ára er bara bónus fyrir mig.“ Jónas ætlar að njóta dagsins í faðmi fjölskyldunnar en hann á tvö börn með eiginkonu sinni, Áslaugu Hönnu. „Ég nennti ekki að halda partí núna heldur langaði mig bara að slaka á með fjölskyldunni og njóta þessa dags. En ég stefni á að halda rosalegt afmælispartí í sumar eða haust. Ég á uppkomin börn sem ég lít á sem tvo yndislega vini. Það er æðislegt. Þegar ég lít til baka hefði ég stundum verið til í að vera þroskaðri þegar ég varð faðir en sem betur fer lærði ég af því að hoppa út í djúpu laugina.“ Spurður um hvað standi upp úr á þessum fjörutíu árum stendur ekki á svörunum. „Fyrir utan fjölskylduna finnst mér standa upp úr þegar ég lít yfir farinn veg að hafa náð einhverri lendingu. Ég get ekki lýst því betur. Þegar ég var þrítugur fannst mér ég eiga mikið eftir og að ég ætti eftir að gera svo margt. Mér fannst ég vera orðinn svo seinn og að tónlistarferillinn væri búinn. Mér fannst ég ekki hafa framkvæmt nógu mikið í músíkinni. Síðan fór ég að framkvæma og síðustu ár hef ég verið mjög virkur. Það finnst mér standa upp úr – að fylgja sinni köllun. Það er aldrei of seint.“ Þegar Jónas var um tvítugt gerði hann garðinn frægan í hljómsveitinni Sólstrandargæjunum. Síðar flutti hann til Danmerkur og vann sem kerfisfræðingur í Danmörku. „Þá var ég búinn að labba frá tónlistinni og mér leið ekki vel með það. Nú er ég orðinn fertugur og kominn heim.“ Jónas vinnur enn sem kerfisfræðingur, nú hjá Gagnavörslunni í Hafnarfirði. „Ég einsetti mér þegar ég kom að utan að vinna með sprotafyrirtæki. Forritun er rosalega skapandi, sérstaklega, finnst mér, í frumkvöðlafasa. Þessi vinna fer svakalega vel saman við tónlistina. Það er ákveðin jarðtenging í forritun og mikið af lifandi og skemmtilegu fólki – líkt og í tónlistinni. Þetta eru tveir ótrúlega skemmtilegir heimar og gaman að fara á milli þeirra því þá kem ég alltaf ferskur til baka.“ Mest lesið Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Lífið Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Lífið Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Lífið Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Lífið Charli xcx gifti sig Lífið Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Fleiri fréttir Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Sjá meira
„Mér finnst æðislegt að vera fertugur. Ég er svakalega ánægður með þetta,“ segir tónlistarmaðurinn og kerfisfræðingurinn Jónas Sigurðsson. Hann fagnar fertugsafmæli sínu í dag en sem barn trúði hann ekki að hann myndi ná þeim áfanga. „Þegar ég var sirka ellefu ára var ég viss um að ég myndi deyja fyrir 26 ára aldur. Þá las ég Spádóma Nostradamusar og þar sagði að kjarnorkustríð myndi geisa árið 1999. Ég las þessa bók á Bókasafni Þorlákshafnar og var viss um að þetta myndi rætast og ég myndi ekki lifa lengur,“ segir Jónas og er þessi minning sem greypt í minni hans. „Ég lá rosalega oft andvaka á nóttunni í angist og mamma og pabbi reyndu að sannfæra mig um að þetta væri ekki rétt. Þannig að hvert ár umfram 26 ára er bara bónus fyrir mig.“ Jónas ætlar að njóta dagsins í faðmi fjölskyldunnar en hann á tvö börn með eiginkonu sinni, Áslaugu Hönnu. „Ég nennti ekki að halda partí núna heldur langaði mig bara að slaka á með fjölskyldunni og njóta þessa dags. En ég stefni á að halda rosalegt afmælispartí í sumar eða haust. Ég á uppkomin börn sem ég lít á sem tvo yndislega vini. Það er æðislegt. Þegar ég lít til baka hefði ég stundum verið til í að vera þroskaðri þegar ég varð faðir en sem betur fer lærði ég af því að hoppa út í djúpu laugina.“ Spurður um hvað standi upp úr á þessum fjörutíu árum stendur ekki á svörunum. „Fyrir utan fjölskylduna finnst mér standa upp úr þegar ég lít yfir farinn veg að hafa náð einhverri lendingu. Ég get ekki lýst því betur. Þegar ég var þrítugur fannst mér ég eiga mikið eftir og að ég ætti eftir að gera svo margt. Mér fannst ég vera orðinn svo seinn og að tónlistarferillinn væri búinn. Mér fannst ég ekki hafa framkvæmt nógu mikið í músíkinni. Síðan fór ég að framkvæma og síðustu ár hef ég verið mjög virkur. Það finnst mér standa upp úr – að fylgja sinni köllun. Það er aldrei of seint.“ Þegar Jónas var um tvítugt gerði hann garðinn frægan í hljómsveitinni Sólstrandargæjunum. Síðar flutti hann til Danmerkur og vann sem kerfisfræðingur í Danmörku. „Þá var ég búinn að labba frá tónlistinni og mér leið ekki vel með það. Nú er ég orðinn fertugur og kominn heim.“ Jónas vinnur enn sem kerfisfræðingur, nú hjá Gagnavörslunni í Hafnarfirði. „Ég einsetti mér þegar ég kom að utan að vinna með sprotafyrirtæki. Forritun er rosalega skapandi, sérstaklega, finnst mér, í frumkvöðlafasa. Þessi vinna fer svakalega vel saman við tónlistina. Það er ákveðin jarðtenging í forritun og mikið af lifandi og skemmtilegu fólki – líkt og í tónlistinni. Þetta eru tveir ótrúlega skemmtilegir heimar og gaman að fara á milli þeirra því þá kem ég alltaf ferskur til baka.“
Mest lesið Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Lífið Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Lífið Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Lífið Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Lífið Charli xcx gifti sig Lífið Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Fleiri fréttir Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Sjá meira