Hélt að hann myndi deyja 26 ára Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 16. maí 2014 13:30 Jónas útilokar ekki að halda afmælispartí í sumar eða haust. Vísir/Pjetur „Mér finnst æðislegt að vera fertugur. Ég er svakalega ánægður með þetta,“ segir tónlistarmaðurinn og kerfisfræðingurinn Jónas Sigurðsson. Hann fagnar fertugsafmæli sínu í dag en sem barn trúði hann ekki að hann myndi ná þeim áfanga. „Þegar ég var sirka ellefu ára var ég viss um að ég myndi deyja fyrir 26 ára aldur. Þá las ég Spádóma Nostradamusar og þar sagði að kjarnorkustríð myndi geisa árið 1999. Ég las þessa bók á Bókasafni Þorlákshafnar og var viss um að þetta myndi rætast og ég myndi ekki lifa lengur,“ segir Jónas og er þessi minning sem greypt í minni hans. „Ég lá rosalega oft andvaka á nóttunni í angist og mamma og pabbi reyndu að sannfæra mig um að þetta væri ekki rétt. Þannig að hvert ár umfram 26 ára er bara bónus fyrir mig.“ Jónas ætlar að njóta dagsins í faðmi fjölskyldunnar en hann á tvö börn með eiginkonu sinni, Áslaugu Hönnu. „Ég nennti ekki að halda partí núna heldur langaði mig bara að slaka á með fjölskyldunni og njóta þessa dags. En ég stefni á að halda rosalegt afmælispartí í sumar eða haust. Ég á uppkomin börn sem ég lít á sem tvo yndislega vini. Það er æðislegt. Þegar ég lít til baka hefði ég stundum verið til í að vera þroskaðri þegar ég varð faðir en sem betur fer lærði ég af því að hoppa út í djúpu laugina.“ Spurður um hvað standi upp úr á þessum fjörutíu árum stendur ekki á svörunum. „Fyrir utan fjölskylduna finnst mér standa upp úr þegar ég lít yfir farinn veg að hafa náð einhverri lendingu. Ég get ekki lýst því betur. Þegar ég var þrítugur fannst mér ég eiga mikið eftir og að ég ætti eftir að gera svo margt. Mér fannst ég vera orðinn svo seinn og að tónlistarferillinn væri búinn. Mér fannst ég ekki hafa framkvæmt nógu mikið í músíkinni. Síðan fór ég að framkvæma og síðustu ár hef ég verið mjög virkur. Það finnst mér standa upp úr – að fylgja sinni köllun. Það er aldrei of seint.“ Þegar Jónas var um tvítugt gerði hann garðinn frægan í hljómsveitinni Sólstrandargæjunum. Síðar flutti hann til Danmerkur og vann sem kerfisfræðingur í Danmörku. „Þá var ég búinn að labba frá tónlistinni og mér leið ekki vel með það. Nú er ég orðinn fertugur og kominn heim.“ Jónas vinnur enn sem kerfisfræðingur, nú hjá Gagnavörslunni í Hafnarfirði. „Ég einsetti mér þegar ég kom að utan að vinna með sprotafyrirtæki. Forritun er rosalega skapandi, sérstaklega, finnst mér, í frumkvöðlafasa. Þessi vinna fer svakalega vel saman við tónlistina. Það er ákveðin jarðtenging í forritun og mikið af lifandi og skemmtilegu fólki – líkt og í tónlistinni. Þetta eru tveir ótrúlega skemmtilegir heimar og gaman að fara á milli þeirra því þá kem ég alltaf ferskur til baka.“ Mest lesið Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Lífið „Ég fékk alveg gæsahúð þegar ég sá þetta“ Tíska og hönnun Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Lífið Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Lífið Skilnaðarhringir slá í gegn: „Ég set minn á löngutöng“ Tíska og hönnun Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Lífið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerð síðasta árs Bíó og sjónvarp Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Lífið Désirée prinsessa látin Lífið Sveppi, Edda og Villi Neto keppa í Taskmaster Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Sjá meira
„Mér finnst æðislegt að vera fertugur. Ég er svakalega ánægður með þetta,“ segir tónlistarmaðurinn og kerfisfræðingurinn Jónas Sigurðsson. Hann fagnar fertugsafmæli sínu í dag en sem barn trúði hann ekki að hann myndi ná þeim áfanga. „Þegar ég var sirka ellefu ára var ég viss um að ég myndi deyja fyrir 26 ára aldur. Þá las ég Spádóma Nostradamusar og þar sagði að kjarnorkustríð myndi geisa árið 1999. Ég las þessa bók á Bókasafni Þorlákshafnar og var viss um að þetta myndi rætast og ég myndi ekki lifa lengur,“ segir Jónas og er þessi minning sem greypt í minni hans. „Ég lá rosalega oft andvaka á nóttunni í angist og mamma og pabbi reyndu að sannfæra mig um að þetta væri ekki rétt. Þannig að hvert ár umfram 26 ára er bara bónus fyrir mig.“ Jónas ætlar að njóta dagsins í faðmi fjölskyldunnar en hann á tvö börn með eiginkonu sinni, Áslaugu Hönnu. „Ég nennti ekki að halda partí núna heldur langaði mig bara að slaka á með fjölskyldunni og njóta þessa dags. En ég stefni á að halda rosalegt afmælispartí í sumar eða haust. Ég á uppkomin börn sem ég lít á sem tvo yndislega vini. Það er æðislegt. Þegar ég lít til baka hefði ég stundum verið til í að vera þroskaðri þegar ég varð faðir en sem betur fer lærði ég af því að hoppa út í djúpu laugina.“ Spurður um hvað standi upp úr á þessum fjörutíu árum stendur ekki á svörunum. „Fyrir utan fjölskylduna finnst mér standa upp úr þegar ég lít yfir farinn veg að hafa náð einhverri lendingu. Ég get ekki lýst því betur. Þegar ég var þrítugur fannst mér ég eiga mikið eftir og að ég ætti eftir að gera svo margt. Mér fannst ég vera orðinn svo seinn og að tónlistarferillinn væri búinn. Mér fannst ég ekki hafa framkvæmt nógu mikið í músíkinni. Síðan fór ég að framkvæma og síðustu ár hef ég verið mjög virkur. Það finnst mér standa upp úr – að fylgja sinni köllun. Það er aldrei of seint.“ Þegar Jónas var um tvítugt gerði hann garðinn frægan í hljómsveitinni Sólstrandargæjunum. Síðar flutti hann til Danmerkur og vann sem kerfisfræðingur í Danmörku. „Þá var ég búinn að labba frá tónlistinni og mér leið ekki vel með það. Nú er ég orðinn fertugur og kominn heim.“ Jónas vinnur enn sem kerfisfræðingur, nú hjá Gagnavörslunni í Hafnarfirði. „Ég einsetti mér þegar ég kom að utan að vinna með sprotafyrirtæki. Forritun er rosalega skapandi, sérstaklega, finnst mér, í frumkvöðlafasa. Þessi vinna fer svakalega vel saman við tónlistina. Það er ákveðin jarðtenging í forritun og mikið af lifandi og skemmtilegu fólki – líkt og í tónlistinni. Þetta eru tveir ótrúlega skemmtilegir heimar og gaman að fara á milli þeirra því þá kem ég alltaf ferskur til baka.“
Mest lesið Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Lífið „Ég fékk alveg gæsahúð þegar ég sá þetta“ Tíska og hönnun Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Lífið Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Lífið Skilnaðarhringir slá í gegn: „Ég set minn á löngutöng“ Tíska og hönnun Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Lífið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerð síðasta árs Bíó og sjónvarp Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Lífið Désirée prinsessa látin Lífið Sveppi, Edda og Villi Neto keppa í Taskmaster Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Sjá meira