Lífið

Trampólínæfingar í ræktinni slá í gegn í sumar

Kristjana Arnarsdóttir skrifar
Íþróttakennarinn Guðbjörg Finnsdóttir notar trampólín í auknum mæli í heilsuræktinni sinni G fit í Garðabænum. Hún segir æfingar á trampólíni ótrúlega skemmtilegar.
Fréttablaðið/Stefán
Íþróttakennarinn Guðbjörg Finnsdóttir notar trampólín í auknum mæli í heilsuræktinni sinni G fit í Garðabænum. Hún segir æfingar á trampólíni ótrúlega skemmtilegar. Fréttablaðið/Stefán
„Trampólín í görðunum eru ekki bara fyrir börnin. Við eigum að leika okkur og fá góða þjálfun um leið,“ segir íþróttakennarinn Guðbjörg Finnsdóttir, sem rekur G fit heilsurækt í Garðabæ.

Guðbjörg hefur tekið upp á því að nota trampólín í auknum mæli í þjálfun sinni og er með nokkur slík í notkun í heilsuræktinni.

„Það eru virkilega flottar stelpur sem koma til mín í tíma og þeim finnst þetta rosalega skemmtilegt. Það er mikilvægt að hafa þjálfunina fjölbreytta og í trampólínæfingunum nærðu púlsinum hátt upp.“

Guðbjörg segir að æfingar á trampólíni minnki álag á liðina og að mikilvægt sé að spenna grindarbotnsvöðvana á móti djúplægu vöðvunum. Æfingar sem þessar eru þó ekki alveg nýjar af nálinni.

„Þetta þekkist erlendis en hefur í raun ekki náð neinni fótfestu hér. En stelpurnar sem hafa komið til mín fíla þetta alveg í botn og ég hef notað þetta í einkaþjálfuninni líka.“

Guðbjörg bendir á að einnig sé hægt að kippa trampólínunum út á góðviðrisdögum. „Þetta gæti alveg slegið í gegn í sumar,“ segir hún að lokum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.