Lífið

Tökurnar tóku á Hartnett

Sá fátæktina berum augum Josh Hartnett var brugðið þegar hann sá limlest börn í Sómalíu við tökur á Black Hawk Down.
Sá fátæktina berum augum Josh Hartnett var brugðið þegar hann sá limlest börn í Sómalíu við tökur á Black Hawk Down. Getty
Josh Hartnett segist hafa þurft að endurmeta líf sitt eftir að hafa séð grimma fátækt við tökur á kvikmyndinni Black Hawk Down. Myndin, sem kom út árið 2001, var byggð á því þegar bandaríski flugherinn gerði loftárásir á Mogadishu í Sómalíu árið 1993.

Hartnett segir að þegar hann hafi séð börn sem höfðu verið limlest í þeirri von að þau gætu betlað peninga hefði það vakið hann til umhugsunar um sitt eigið líf.

Hinn 35 ára Hartnett vinnur um þessar mundir við tökur á þáttaröðinni Penny Dreadful sem hefur fengið góða dóma ytra.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.