Draumaskápurinn tilbúinn Gunnar Leó Pálsson skrifar 13. maí 2014 09:00 Ari Jónsson stendur hér stoltur við skápinn fagra. vísir/stefán „Ég vildi nú bara fríska upp á stofuna heima og vildi smíða eitthvað sem ég kæmi fyrir heima,“ segir hinn þrítugi Ari Jónsson, nemi í húsgagnasmíði við Tækniskólann, en hann kláraði nýverið við smíði á einstökum skáp. Um er að ræða skáp sem Ari hannaði frá a til ö. „Ég teiknaði hann alveg frá grunni og hef unnið í honum alla önnina. Ég er mjög sáttur við útkomuna,“ bætir Ari við. Skápurinn, sem smíðaður er úr hnotu, inniheldur plötuspilara, tvo hátalara, magnara, hólf fyrir hljómplötur og þá er skápurinn einnig skreyttur með led-lýsingu. „Það er glertoppur sem liggur ofan á plötuspilaranum og á bak við hann er ég með lýsingu. Lýsing stýrist þó ekki af tónlistinni, þetta er enginn diskóskápur,“ segir Ari léttur í lundu. Eftir jól fór Ari að leggja höfuðið í bleyti hvað hann skyldi smíða sem lokaverkefni og eftir smá hugsun var haldið af stað í skápasmíðina. Skápurinn er 120 sentímetrar á breidd, 39 sentímetra djúpur og 96 sentímetrar á hæð. Hann hefur ekki í hyggju að selja skápinn.drauma húsgagn „Þetta er verðmætur skápur sem ég ætla ekki að láta frá mér. Það fór mikil vinna í hann og efnið í hann kostar mikla peninga. Hann hefur mikið persónulegt gildi fyrir mig.“ Ari er mikill tónlistarunnandi og er því sáttur að geta nýtt hlutinn vel. „Ég hlusta mikið á tónlist og á mikið af plötum og á skápurinn því vel við.“ Í námi sínu hefur hann smíðað margt sem hann á í dag eins og vínskáp og hægindastól. En hvað tekur við eftir námið? „Nú er ég bara að reyna að komast á samning áður en maður fer í sveinsprófið,“ bætir Ari við. Hann langar að starfa sem húsgagnasmiður í framtíðinni og er þetta líklega ekki síðasti skápurinn sem Ari smíðar um ævina. Mest lesið Yngsti gusumeistari landsins Lífið Emma Watson svipt ökuleyfinu Lífið Íslensk hátíska úr fiskileðri slær í gegn í Vogue Tíska og hönnun Væri teiknimyndapersóna í fullkomnum heimi Tíska og hönnun „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ Lífið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið Lífið Sjarmerandi raðhús í 105 Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Fleiri fréttir Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Sjá meira
„Ég vildi nú bara fríska upp á stofuna heima og vildi smíða eitthvað sem ég kæmi fyrir heima,“ segir hinn þrítugi Ari Jónsson, nemi í húsgagnasmíði við Tækniskólann, en hann kláraði nýverið við smíði á einstökum skáp. Um er að ræða skáp sem Ari hannaði frá a til ö. „Ég teiknaði hann alveg frá grunni og hef unnið í honum alla önnina. Ég er mjög sáttur við útkomuna,“ bætir Ari við. Skápurinn, sem smíðaður er úr hnotu, inniheldur plötuspilara, tvo hátalara, magnara, hólf fyrir hljómplötur og þá er skápurinn einnig skreyttur með led-lýsingu. „Það er glertoppur sem liggur ofan á plötuspilaranum og á bak við hann er ég með lýsingu. Lýsing stýrist þó ekki af tónlistinni, þetta er enginn diskóskápur,“ segir Ari léttur í lundu. Eftir jól fór Ari að leggja höfuðið í bleyti hvað hann skyldi smíða sem lokaverkefni og eftir smá hugsun var haldið af stað í skápasmíðina. Skápurinn er 120 sentímetrar á breidd, 39 sentímetra djúpur og 96 sentímetrar á hæð. Hann hefur ekki í hyggju að selja skápinn.drauma húsgagn „Þetta er verðmætur skápur sem ég ætla ekki að láta frá mér. Það fór mikil vinna í hann og efnið í hann kostar mikla peninga. Hann hefur mikið persónulegt gildi fyrir mig.“ Ari er mikill tónlistarunnandi og er því sáttur að geta nýtt hlutinn vel. „Ég hlusta mikið á tónlist og á mikið af plötum og á skápurinn því vel við.“ Í námi sínu hefur hann smíðað margt sem hann á í dag eins og vínskáp og hægindastól. En hvað tekur við eftir námið? „Nú er ég bara að reyna að komast á samning áður en maður fer í sveinsprófið,“ bætir Ari við. Hann langar að starfa sem húsgagnasmiður í framtíðinni og er þetta líklega ekki síðasti skápurinn sem Ari smíðar um ævina.
Mest lesið Yngsti gusumeistari landsins Lífið Emma Watson svipt ökuleyfinu Lífið Íslensk hátíska úr fiskileðri slær í gegn í Vogue Tíska og hönnun Væri teiknimyndapersóna í fullkomnum heimi Tíska og hönnun „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ Lífið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið Lífið Sjarmerandi raðhús í 105 Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Fleiri fréttir Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Sjá meira