Lífið

Keyptu þrjú hundruð milljóna glæsihýsi

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Emily og John hafa þénað vel í leiklistinni.
Emily og John hafa þénað vel í leiklistinni. Vísir/Getty
Leikaraparið Emily Blunt og John Krasinski eru búin að kaupa sér glæsihýsi í Hollywood-hæðum í Los Angeles ef marka má ABC News. Eyddu þau 2,75 milljónum Bandaríkjadala í slotið, rúmlega þrjú hundruð milljónum króna.

Húsið er búið fjórum svefnherbergjum og fjórum baðherbergjum og því fylgja stór sundlaug og garður.

Í húsinu er einnig góð lesstofa og útsýni yfir Hollywood-hæðar.

Emily og John byrjuðu saman í nóvember árið 2008, trúlofuðu sig í ágúst 2009 og gengu í það heilaga í júlí árið 2010 á Ítalíu. Þau eignuðust sitt fyrsta barn, dótturina Hazel, í febrúar á þessu ári.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.