Er glaður í hjartanu Gunnar Leó Pálsson skrifar 12. maí 2014 11:00 Tvær bíómyndir í bígerð, Theódór hefur í nægu að snúast á næstunni. Vísir/Daníel „Ég á erfitt með að lýsa tilfinningum mínum, ég held það sé ekki til mikið meiri heiður en að fá að vera kosinn heiðurslistamaður af sínu bæjarfélagi, sérstaklega í Kópavogi þar sem listin blómstrar,“ segir hinn 65 ára gamli leikari Theódór Júlíusson, en hann var útnefndur heiðurslistamaður Kópavogsbæjar í gær við hátíðlega athöfn í Gerðarsafni. „Ég er mjög glaður í hjartanu og þakka lista-og menningarráði með mikilli auðmýkt.“ Theódór hefur átt glæstan leiklistarferil. Hann er með diplómu í leiklist frá The Drama Studio í London og hefur á sínum langa ferli komið víða við. „Ég var í tíu ár starfandi sem leikari hjá Leikfélagi Akureyrar, það var lærdómsríkur tími og þar fékk maður að leika meiri og stærri hlutverk en þegar maður var kominn til höfuðborgarinnar, þar sem úrvalið og samkeppnin var meiri,“ bætir Theódór við. Hann flutti suður til Reykjavíkur árið 1989 og bauðst vinna í Borgarleikhúsinu sem var opnað sama ár. „Það er eftirminnilegt að hafa fengið að taka þátt í opnunarverkinu á stóra sviðinu, þar hef ég starfað síðan,“ segir Theódór. Fyrir utan að hafa leikið í fjölda sviðsverka, þá hefur hann leikstýrt fjölda sýninga hjá áhugaleikfélögum og hjá Leikfélagi Akureyrar og einnig leikið í fjölda kvikmynda. Er eitthvað sérstakt sem stendur upp úr á þínum langa og farsæla ferli? „Það er margt eftirminnilegt, eins og til dæmis þegar ég var lánaður í Þjóðleikhúsið í eitt verkefni þar sem ég lék með Róberti Arnfinnssyni, hann var stórkostlegur leikari sem ég bar mikla virðingu fyrir. Það er líka ánægjulegt fyrir mig að ég er annar leikarinn á eftir honum sem fær þessa viðurkenningu sem heiðurslistamaður Kópavogs. Einnig þegar ég lék Sölva Helgason í leikriti Sveins Einarssonar um Sólon Íslandus. Manni verður líka hugsað til allra þeirra stórkostlegu listamanna sem maður hefur unnið með í gegnum tíðina. Þá eru mörg eftirminnileg verk sem ég tók þátt í í Borgarleikhúsinu eins og til dæmis Vanja frændi í samnefndu leikriti. Einnig var stórkostlegt að taka þátt í sýningunni Fjölskyldan undir leikstjórn Hilmis Snæs Guðnasonar,“ segir Theódór. Hvort er þó skemmtilegra að leika á sviði eða í kvikmynd? „Þetta er ólíkt en ég geri ekki upp á milli. Það er rosalega gaman að blanda þessu saman og hvort tveggja er innspýting fyrir leikarann, hvort sem það er að vera á sviði eða í myndum. Það geta komið tímar í leikhúsinu þar sem ekki allt tekst og maður hugsar að maður hefði getað gert betur en ánægjustundirnar eru þó talsvert fleiri.“ Fyrir utan leiklistina hefur Theódór starfað mikið að félagsmálum og var í níu ár í stjórn Leikfélags Akureyrar. „Ég var einnig kosinn í stjórn Félags íslenskra leikara og var þar í 12 ár og eftir það var ég kosinn í stjórn Leikfélags Reykjavíkur og sat þar í 13 ár en fór úr stjórninni núna í október,“ bætir Theódór við. Hann er að búa sig undir tvær bíómyndir, önnur fer í tökur í ágúst og hin síðar. „Þetta er kvikmynd í leikstjórn Gríms Hákonarsonar og leggst rosalega vel í mig, þetta er svona bændamynd sem verður tekin í Bárðardal,“ segir Theódór um aðra af þeim myndum sem væntanlegar eru. Mest lesið „Broshýr var Bogi Ágústsson, er bindin sín Rúvurum gaf“ Tíska og hönnun Innsýn í framtíðarheim tískunnar á Íslandi Tíska og hönnun Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Lífið Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Lífið Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Lífið Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision Lífið Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Lífið Reyndi við þrjár milljónir Lífið Fleiri fréttir Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision VÆB opnar verslun í Kringlunni Reyndi við þrjár milljónir Ný heimildarmynd Attenborough sýnir eyðileggingu í höfum jarðar Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Typpi í einu gati, tæki í öðru Ný stikla úr GTA VI Allt til alls til að kenna björgun mannslífa Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Sígild sumarterta að hætti Dana Verzló vann MORFÍs Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Jóhanna og Geir trúlofuðu sig við Eiffel-turninn Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Fyrsti opinberi kossinn í þrítugsafmælinu Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Áttu sturlaða stund á Times Square The Wire og Sopranos-leikari látinn Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Katrín Tanja og Brooks eiga von á barni Frábær þjóðbúningamessa í Fljótshlíð Sjá meira
„Ég á erfitt með að lýsa tilfinningum mínum, ég held það sé ekki til mikið meiri heiður en að fá að vera kosinn heiðurslistamaður af sínu bæjarfélagi, sérstaklega í Kópavogi þar sem listin blómstrar,“ segir hinn 65 ára gamli leikari Theódór Júlíusson, en hann var útnefndur heiðurslistamaður Kópavogsbæjar í gær við hátíðlega athöfn í Gerðarsafni. „Ég er mjög glaður í hjartanu og þakka lista-og menningarráði með mikilli auðmýkt.“ Theódór hefur átt glæstan leiklistarferil. Hann er með diplómu í leiklist frá The Drama Studio í London og hefur á sínum langa ferli komið víða við. „Ég var í tíu ár starfandi sem leikari hjá Leikfélagi Akureyrar, það var lærdómsríkur tími og þar fékk maður að leika meiri og stærri hlutverk en þegar maður var kominn til höfuðborgarinnar, þar sem úrvalið og samkeppnin var meiri,“ bætir Theódór við. Hann flutti suður til Reykjavíkur árið 1989 og bauðst vinna í Borgarleikhúsinu sem var opnað sama ár. „Það er eftirminnilegt að hafa fengið að taka þátt í opnunarverkinu á stóra sviðinu, þar hef ég starfað síðan,“ segir Theódór. Fyrir utan að hafa leikið í fjölda sviðsverka, þá hefur hann leikstýrt fjölda sýninga hjá áhugaleikfélögum og hjá Leikfélagi Akureyrar og einnig leikið í fjölda kvikmynda. Er eitthvað sérstakt sem stendur upp úr á þínum langa og farsæla ferli? „Það er margt eftirminnilegt, eins og til dæmis þegar ég var lánaður í Þjóðleikhúsið í eitt verkefni þar sem ég lék með Róberti Arnfinnssyni, hann var stórkostlegur leikari sem ég bar mikla virðingu fyrir. Það er líka ánægjulegt fyrir mig að ég er annar leikarinn á eftir honum sem fær þessa viðurkenningu sem heiðurslistamaður Kópavogs. Einnig þegar ég lék Sölva Helgason í leikriti Sveins Einarssonar um Sólon Íslandus. Manni verður líka hugsað til allra þeirra stórkostlegu listamanna sem maður hefur unnið með í gegnum tíðina. Þá eru mörg eftirminnileg verk sem ég tók þátt í í Borgarleikhúsinu eins og til dæmis Vanja frændi í samnefndu leikriti. Einnig var stórkostlegt að taka þátt í sýningunni Fjölskyldan undir leikstjórn Hilmis Snæs Guðnasonar,“ segir Theódór. Hvort er þó skemmtilegra að leika á sviði eða í kvikmynd? „Þetta er ólíkt en ég geri ekki upp á milli. Það er rosalega gaman að blanda þessu saman og hvort tveggja er innspýting fyrir leikarann, hvort sem það er að vera á sviði eða í myndum. Það geta komið tímar í leikhúsinu þar sem ekki allt tekst og maður hugsar að maður hefði getað gert betur en ánægjustundirnar eru þó talsvert fleiri.“ Fyrir utan leiklistina hefur Theódór starfað mikið að félagsmálum og var í níu ár í stjórn Leikfélags Akureyrar. „Ég var einnig kosinn í stjórn Félags íslenskra leikara og var þar í 12 ár og eftir það var ég kosinn í stjórn Leikfélags Reykjavíkur og sat þar í 13 ár en fór úr stjórninni núna í október,“ bætir Theódór við. Hann er að búa sig undir tvær bíómyndir, önnur fer í tökur í ágúst og hin síðar. „Þetta er kvikmynd í leikstjórn Gríms Hákonarsonar og leggst rosalega vel í mig, þetta er svona bændamynd sem verður tekin í Bárðardal,“ segir Theódór um aðra af þeim myndum sem væntanlegar eru.
Mest lesið „Broshýr var Bogi Ágústsson, er bindin sín Rúvurum gaf“ Tíska og hönnun Innsýn í framtíðarheim tískunnar á Íslandi Tíska og hönnun Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Lífið Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Lífið Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Lífið Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision Lífið Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Lífið Reyndi við þrjár milljónir Lífið Fleiri fréttir Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision VÆB opnar verslun í Kringlunni Reyndi við þrjár milljónir Ný heimildarmynd Attenborough sýnir eyðileggingu í höfum jarðar Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Typpi í einu gati, tæki í öðru Ný stikla úr GTA VI Allt til alls til að kenna björgun mannslífa Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Sígild sumarterta að hætti Dana Verzló vann MORFÍs Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Jóhanna og Geir trúlofuðu sig við Eiffel-turninn Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Fyrsti opinberi kossinn í þrítugsafmælinu Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Áttu sturlaða stund á Times Square The Wire og Sopranos-leikari látinn Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Katrín Tanja og Brooks eiga von á barni Frábær þjóðbúningamessa í Fljótshlíð Sjá meira