Lífið

Kynnti sér starf tónlistarmannsins

Daníel Gunnarsson fór í nýstárlega starfsfræðslu á dögunum
Daníel Gunnarsson fór í nýstárlega starfsfræðslu á dögunum Vísir/Gunnar Leó
„Þetta er mjög góð hugmynd að maður geti valið það sem maður hefur áhuga á að starfa við í framtíðinni“, segir Daníel Gunnarsson, nemandi í Háaleitisskóla Álftamýri, en hann lauk nýverið við forvitnilega starfsfræðslu á vegum skólans, þegar hann fékk að fylgjast með störfum tónlistarmanna. Hann heimsótti Eyþór Inga og Atómskáldin á dögunum.

Daníel spilar á gítar og hefur mikinn áhuga á tónlist og starfsfræðslan því kærkomin. „Ég lærði mikið um starf tónlistarmanna og einnig mikið um hvernig hljóðver virka,“ bætir Daníel við.

Fanný Gunnarsdóttir, náms- og starfsráðgjafi skólans, leggur mikla áherslu á að koma nemendum sínum í starfsfræðslu þangað sem þau vilja helst komast. „Ég reddaði öllu sem krakkarnir báðu um. Þau vildu kynna sér störf tónlistarmanna, fyrirsætna, flugmanna, störf landhelgisgæslunnar og fjölda annarra starfa,“ útskýrir Fanný.

Hún segir þó að nemendafjöldi hafi þau áhrif að hægt sé að verða við bón krakkanna. „Það eru um 35 til 40 krakkar í tíunda bekk hjá okkur en ef ég ætti að skipuleggja fyrir stærri skóla þá gerði ég ekkert annað hálft árið,“ segir Fanný.

Daníel var hæstánægður með samveruna með tónlistarmönnunum og stefnir ótrauður á að starfa sem tónlistarmaður.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.