Lífið

Með gott auga fyrir kvikmyndagerð

Marín Manda skrifar
 Davíð Goði vill læra meira.
Davíð Goði vill læra meira. Fréttablaðið/Stefán
Davíð Goði Þorvarðarson er ungur og efnilegur kvikmyndagerðamaður sem að stefnir á freakara nám og þráir að starfa í kvikmyndageiranum. 

„Við pabbi keyptum okkur saman Canon 60D-myndavél og ég byrjaði fyrst á því að mynda. Síðan kviknaði áhugi hjá mér fyrir kvikmyndagerð. Ég er búinn að æfa mig mikið og hef mjög gott auga fyrir þessu,“ segir hinn 17 ára Davíð Goði Þorvarðarson sem stundar nám í Verslunarskólanum.

Hann setti nýverið myndband inn á Youtube þar sem hann sýnir hæfileika sína, bæði í kvikmyndatöku og klippingu.

„Þetta sýnir örlítið minn stíl en myndbandið getur táknað hvað sem er fyrir hvern og einn. Það getur táknað lífið, dauðann og alla þá hringrás,“ segir Davíð Goði.

„Síðasta sumar var ég að vinna sem aðstoðarmaður á setti við bíómyndina Harry og Heimi því ég vildi ólmur öðlast meiri reynslu í bransanum. Einhvers staðar verður maður að byrja,“ bætir hann við.

Eftir að hafa verið aðstoðarmaður á setti, borið fram kaffi, fært til muni og sett leikmuni í kassa ákvað hann að stofna sitt eigið fyrirtæki ásamt vini sínum sem þeir kalla Deadflowers Studio. Þá er hægt að bóka þá félaga í tökur í brúðkaup, gæsa- og steggjapartí eða önnur verkefni sem mikilvægt er að eiga til minningar.

Þrátt fyrir ungan aldur stefnir Davíð Goði hátt og hyggst fara í kvikmyndanám erlendis eftir Verslunarskólann.

https://www.youtube.com/watch?v=yXlZUzNBYTI





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.