Lífið

Kominn með nýja kærustu

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Robert er búinn að finna ástina á ný.
Robert er búinn að finna ástina á ný. Vísir/Getty
Twilight-sjarmörinn Robert Pattinson er byrjaður með fyrirsætunni Imogen Kerr en stutt er síðan hann hætti með Dylan Penn, dóttur leikaranna Seans Penn og Robin Wright, eftir sjö mánaða samband.

Robert og Imogen sáust láta vel hvort að öðru á barnum Good Times at Davey Wayne's í Hollywood fyrir stuttu og átta dögum síðar borðuðu þau kvöldmat saman á veitingastaðnum Little Door í Los Angeles.

Leikkonan Dakota Fanning kynnti þau Robert og Imogen en Imogen er einnig vinkona leikkonunnar Kristen Stewart sem var einu sinni kærasta Roberts.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.