Innlent

Gæsir hrella bændur

Snærós Sindradóttir skrifar
Brjáluð gæs. Þessi gæs er álíka pirruð og bændur eru við gæsirnar.
Brjáluð gæs. Þessi gæs er álíka pirruð og bændur eru við gæsirnar. Fréttablaðið/Kristín Ingunn Gísladóttir
Umhverfis- og auðlindaráðuneytið hefur ákveðið að láta kanna, í samráði við Bændasamtökin, ágengni gæsa og álfta á ræktarlönd bænda. 

Rannsóknin á að vera fyrsta skref í átt að aðgerðaráætlun til að bregðast við vandanum, en gæsir og álftir herja mjög á ræktarlönd bænda.

Dæmi eru um að bændur hafi gripið til þess að skjóta fuglana til að losna við þá af landi sínu. Fuglarnir fara um og skemma tún landsins. 

Teygir fram álkuna Þessi gæsamamma kann vel að meta grasið. Fréttablaðið/Stefán Karlsson
Ætlast er til þess að bændur svari könnuninni á svokölluðu Bændatorgi sem allir bændur hafa aðgang að en hægt verður að svara henni í næsta mánuði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×