„Í hundaárum erum við á besta aldri“ Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 9. maí 2014 10:30 Jóhann segir engan meting í hópnum um hver sé fyndnastur. „Nú eru fimm ár síðan við byrjuðum á þessu brasi. Þetta var náttúrulega sjokk fyrir okkur. Þetta gerðist aðeins hraðar en við hefðum viljað. Í hundaárum erum við á besta aldri. Við erum að komast á grunnskólaaldurinn og hættir í leikskólagríninu,“ segir Jóhann Alfreð Kristinsson. Hann skipar grínhópinn Mið-Ísland ásamt þeim Halldóri Halldórssyni, betur þekktur sem Dóri DNA, Berg Ebba Benediktssyni, Birni Braga Arnarssyni og Ara Eldjárn. Hópurinn fagnar fimm ára afmæli sínu um þessar mundir. „Fyrsta giggið okkar var á skemmtistaðnum Karamba árið 2009. Það var rosaskemmtilegt – frítt inn og allt stappað. Þá var ég í hópnum með Ara, Bergi Ebba, Dóra og Árna Vilhjálmssyni. Ég, Ari og Árni vorum allir að þreyta okkar frumraun í þessu og þetta var mjög eftirminnilegt og skemmtilegt kvöld. Bergur og Dóri höfðu verið með uppistand á Prikinu nokkrum vikum fyrr þar sem Bergur talaði að ég held í fjörutíu mínútur og Dóri í fimmtíu mínútur. Það var ekki mikið verið að stytta mál sitt á þessum tíma. Í minningunni var þetta mjög þétt þótt það standist örugglega ekki skoðun í dag,“ segir Jóhann. Strákarnir þekktust allir fyrir og var það Bergur Ebbi sem tók sig til og stofnaði hópinn. „Hann plataði mig og Ara í þetta og hafði trú á því að við værum fyndnir náungar. Ég var ekki viss þegar hann hafði samband við mig en Ari var til þannig að ég sló til líka.“ Nokkru síðar hætti Árni í hópnum og tók Björn Bragi við keflinu árið 2010. Jóhann er gríðarlega ánægður með þær viðtökur sem hópurinn hefur fengið á þessum fimm árum. „Það er ótrúlega gaman hvað þetta hefur vaxið rosalega og stækkað með hverju árinu. Ég held að sýningaröðin okkar núna standi upp úr. Við erum búnir að fá rúmlega fimmtán þúsund manns á sýningar í vetur. Þetta er búið að vera geggjað. Við erum í skýjunum,“ segir Jóhann. Þeir félagar halda einmitt óbeint upp á afmælið í kvöld þegar þeir sýna tvær lokasýningar af uppistandinu sínu í Þjóðleikhúskjallaranum. „Það eru aðeins örfáir miðar eftir. Þetta eru allra síðustu forvöð til að sjá þessa sýningu okkar,“ bætir Jóhann við en allt er opið í framtíð Mið-Íslands. „Bergur Ebbi er að fara í nám til Kanada í eitt og hálft ár en við höldum áfram að grínast og gera eitthvað skemmtilegt,“ segir Jóhann en vill ekki gefa upp nákvæmlega hvað það verður. „Bergur Ebbi hefur verið rosalegur mótor í þessum hóp. Hann setti hann saman og fann nafnið. Þessi hópur hefði aldrei orðið til hefði ekki verið fyrir Berg Ebba.“ Mest lesið „Fyrri kona mannsins míns er með Parkinson, ekki ég“ Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Lífið Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Menning Kristmundur Axel tók við af Bubba Lífið Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Michelle Trachtenberg er látin Lífið Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Fleiri fréttir Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Sjá meira
„Nú eru fimm ár síðan við byrjuðum á þessu brasi. Þetta var náttúrulega sjokk fyrir okkur. Þetta gerðist aðeins hraðar en við hefðum viljað. Í hundaárum erum við á besta aldri. Við erum að komast á grunnskólaaldurinn og hættir í leikskólagríninu,“ segir Jóhann Alfreð Kristinsson. Hann skipar grínhópinn Mið-Ísland ásamt þeim Halldóri Halldórssyni, betur þekktur sem Dóri DNA, Berg Ebba Benediktssyni, Birni Braga Arnarssyni og Ara Eldjárn. Hópurinn fagnar fimm ára afmæli sínu um þessar mundir. „Fyrsta giggið okkar var á skemmtistaðnum Karamba árið 2009. Það var rosaskemmtilegt – frítt inn og allt stappað. Þá var ég í hópnum með Ara, Bergi Ebba, Dóra og Árna Vilhjálmssyni. Ég, Ari og Árni vorum allir að þreyta okkar frumraun í þessu og þetta var mjög eftirminnilegt og skemmtilegt kvöld. Bergur og Dóri höfðu verið með uppistand á Prikinu nokkrum vikum fyrr þar sem Bergur talaði að ég held í fjörutíu mínútur og Dóri í fimmtíu mínútur. Það var ekki mikið verið að stytta mál sitt á þessum tíma. Í minningunni var þetta mjög þétt þótt það standist örugglega ekki skoðun í dag,“ segir Jóhann. Strákarnir þekktust allir fyrir og var það Bergur Ebbi sem tók sig til og stofnaði hópinn. „Hann plataði mig og Ara í þetta og hafði trú á því að við værum fyndnir náungar. Ég var ekki viss þegar hann hafði samband við mig en Ari var til þannig að ég sló til líka.“ Nokkru síðar hætti Árni í hópnum og tók Björn Bragi við keflinu árið 2010. Jóhann er gríðarlega ánægður með þær viðtökur sem hópurinn hefur fengið á þessum fimm árum. „Það er ótrúlega gaman hvað þetta hefur vaxið rosalega og stækkað með hverju árinu. Ég held að sýningaröðin okkar núna standi upp úr. Við erum búnir að fá rúmlega fimmtán þúsund manns á sýningar í vetur. Þetta er búið að vera geggjað. Við erum í skýjunum,“ segir Jóhann. Þeir félagar halda einmitt óbeint upp á afmælið í kvöld þegar þeir sýna tvær lokasýningar af uppistandinu sínu í Þjóðleikhúskjallaranum. „Það eru aðeins örfáir miðar eftir. Þetta eru allra síðustu forvöð til að sjá þessa sýningu okkar,“ bætir Jóhann við en allt er opið í framtíð Mið-Íslands. „Bergur Ebbi er að fara í nám til Kanada í eitt og hálft ár en við höldum áfram að grínast og gera eitthvað skemmtilegt,“ segir Jóhann en vill ekki gefa upp nákvæmlega hvað það verður. „Bergur Ebbi hefur verið rosalegur mótor í þessum hóp. Hann setti hann saman og fann nafnið. Þessi hópur hefði aldrei orðið til hefði ekki verið fyrir Berg Ebba.“
Mest lesið „Fyrri kona mannsins míns er með Parkinson, ekki ég“ Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Lífið Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Menning Kristmundur Axel tók við af Bubba Lífið Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Michelle Trachtenberg er látin Lífið Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Fleiri fréttir Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Sjá meira