„Í hundaárum erum við á besta aldri“ Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 9. maí 2014 10:30 Jóhann segir engan meting í hópnum um hver sé fyndnastur. „Nú eru fimm ár síðan við byrjuðum á þessu brasi. Þetta var náttúrulega sjokk fyrir okkur. Þetta gerðist aðeins hraðar en við hefðum viljað. Í hundaárum erum við á besta aldri. Við erum að komast á grunnskólaaldurinn og hættir í leikskólagríninu,“ segir Jóhann Alfreð Kristinsson. Hann skipar grínhópinn Mið-Ísland ásamt þeim Halldóri Halldórssyni, betur þekktur sem Dóri DNA, Berg Ebba Benediktssyni, Birni Braga Arnarssyni og Ara Eldjárn. Hópurinn fagnar fimm ára afmæli sínu um þessar mundir. „Fyrsta giggið okkar var á skemmtistaðnum Karamba árið 2009. Það var rosaskemmtilegt – frítt inn og allt stappað. Þá var ég í hópnum með Ara, Bergi Ebba, Dóra og Árna Vilhjálmssyni. Ég, Ari og Árni vorum allir að þreyta okkar frumraun í þessu og þetta var mjög eftirminnilegt og skemmtilegt kvöld. Bergur og Dóri höfðu verið með uppistand á Prikinu nokkrum vikum fyrr þar sem Bergur talaði að ég held í fjörutíu mínútur og Dóri í fimmtíu mínútur. Það var ekki mikið verið að stytta mál sitt á þessum tíma. Í minningunni var þetta mjög þétt þótt það standist örugglega ekki skoðun í dag,“ segir Jóhann. Strákarnir þekktust allir fyrir og var það Bergur Ebbi sem tók sig til og stofnaði hópinn. „Hann plataði mig og Ara í þetta og hafði trú á því að við værum fyndnir náungar. Ég var ekki viss þegar hann hafði samband við mig en Ari var til þannig að ég sló til líka.“ Nokkru síðar hætti Árni í hópnum og tók Björn Bragi við keflinu árið 2010. Jóhann er gríðarlega ánægður með þær viðtökur sem hópurinn hefur fengið á þessum fimm árum. „Það er ótrúlega gaman hvað þetta hefur vaxið rosalega og stækkað með hverju árinu. Ég held að sýningaröðin okkar núna standi upp úr. Við erum búnir að fá rúmlega fimmtán þúsund manns á sýningar í vetur. Þetta er búið að vera geggjað. Við erum í skýjunum,“ segir Jóhann. Þeir félagar halda einmitt óbeint upp á afmælið í kvöld þegar þeir sýna tvær lokasýningar af uppistandinu sínu í Þjóðleikhúskjallaranum. „Það eru aðeins örfáir miðar eftir. Þetta eru allra síðustu forvöð til að sjá þessa sýningu okkar,“ bætir Jóhann við en allt er opið í framtíð Mið-Íslands. „Bergur Ebbi er að fara í nám til Kanada í eitt og hálft ár en við höldum áfram að grínast og gera eitthvað skemmtilegt,“ segir Jóhann en vill ekki gefa upp nákvæmlega hvað það verður. „Bergur Ebbi hefur verið rosalegur mótor í þessum hóp. Hann setti hann saman og fann nafnið. Þessi hópur hefði aldrei orðið til hefði ekki verið fyrir Berg Ebba.“ Mest lesið Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað Lífið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Vilja stimpla sig inn með stæl Lífið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Bók skilað eftir 56 ára útlán Lífið Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision Lífið Fleiri fréttir Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Bók skilað eftir 56 ára útlán Hugmyndir fyrir mæðradaginn Bakaríið í beinni útsendingu Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Leikstjórinn James Foley er látinn Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Stjörnufans í sumarselskap Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision VÆB opnar verslun í Kringlunni Reyndi við þrjár milljónir Ný heimildarmynd Attenborough sýnir eyðileggingu í höfum jarðar Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Sjá meira
„Nú eru fimm ár síðan við byrjuðum á þessu brasi. Þetta var náttúrulega sjokk fyrir okkur. Þetta gerðist aðeins hraðar en við hefðum viljað. Í hundaárum erum við á besta aldri. Við erum að komast á grunnskólaaldurinn og hættir í leikskólagríninu,“ segir Jóhann Alfreð Kristinsson. Hann skipar grínhópinn Mið-Ísland ásamt þeim Halldóri Halldórssyni, betur þekktur sem Dóri DNA, Berg Ebba Benediktssyni, Birni Braga Arnarssyni og Ara Eldjárn. Hópurinn fagnar fimm ára afmæli sínu um þessar mundir. „Fyrsta giggið okkar var á skemmtistaðnum Karamba árið 2009. Það var rosaskemmtilegt – frítt inn og allt stappað. Þá var ég í hópnum með Ara, Bergi Ebba, Dóra og Árna Vilhjálmssyni. Ég, Ari og Árni vorum allir að þreyta okkar frumraun í þessu og þetta var mjög eftirminnilegt og skemmtilegt kvöld. Bergur og Dóri höfðu verið með uppistand á Prikinu nokkrum vikum fyrr þar sem Bergur talaði að ég held í fjörutíu mínútur og Dóri í fimmtíu mínútur. Það var ekki mikið verið að stytta mál sitt á þessum tíma. Í minningunni var þetta mjög þétt þótt það standist örugglega ekki skoðun í dag,“ segir Jóhann. Strákarnir þekktust allir fyrir og var það Bergur Ebbi sem tók sig til og stofnaði hópinn. „Hann plataði mig og Ara í þetta og hafði trú á því að við værum fyndnir náungar. Ég var ekki viss þegar hann hafði samband við mig en Ari var til þannig að ég sló til líka.“ Nokkru síðar hætti Árni í hópnum og tók Björn Bragi við keflinu árið 2010. Jóhann er gríðarlega ánægður með þær viðtökur sem hópurinn hefur fengið á þessum fimm árum. „Það er ótrúlega gaman hvað þetta hefur vaxið rosalega og stækkað með hverju árinu. Ég held að sýningaröðin okkar núna standi upp úr. Við erum búnir að fá rúmlega fimmtán þúsund manns á sýningar í vetur. Þetta er búið að vera geggjað. Við erum í skýjunum,“ segir Jóhann. Þeir félagar halda einmitt óbeint upp á afmælið í kvöld þegar þeir sýna tvær lokasýningar af uppistandinu sínu í Þjóðleikhúskjallaranum. „Það eru aðeins örfáir miðar eftir. Þetta eru allra síðustu forvöð til að sjá þessa sýningu okkar,“ bætir Jóhann við en allt er opið í framtíð Mið-Íslands. „Bergur Ebbi er að fara í nám til Kanada í eitt og hálft ár en við höldum áfram að grínast og gera eitthvað skemmtilegt,“ segir Jóhann en vill ekki gefa upp nákvæmlega hvað það verður. „Bergur Ebbi hefur verið rosalegur mótor í þessum hóp. Hann setti hann saman og fann nafnið. Þessi hópur hefði aldrei orðið til hefði ekki verið fyrir Berg Ebba.“
Mest lesið Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað Lífið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Vilja stimpla sig inn með stæl Lífið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Bók skilað eftir 56 ára útlán Lífið Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision Lífið Fleiri fréttir Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Bók skilað eftir 56 ára útlán Hugmyndir fyrir mæðradaginn Bakaríið í beinni útsendingu Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Leikstjórinn James Foley er látinn Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Stjörnufans í sumarselskap Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision VÆB opnar verslun í Kringlunni Reyndi við þrjár milljónir Ný heimildarmynd Attenborough sýnir eyðileggingu í höfum jarðar Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Sjá meira