Lífið

Góðir gestir á Vonarstræti

Steindi jr. og Halldór Halldórsson, betur þekktur sem Dóri DNA.
Steindi jr. og Halldór Halldórsson, betur þekktur sem Dóri DNA. Fréttablaðið/Daníel
Kvikmyndin Vonarstræti var forsýnd í gærkvöldi fyrir fullum sal í Háskólabíó.

Baldvin Z leikstýrir myndinni sem skartar þeim Heru Hilmarsdóttur, Þorvaldi Davíð Kristjánssyni og Þorsteini Bachman í aðalhlutverkum.

Góður rómur var gerður að myndinni eftir sýninguna en í henni fléttast saman sögur þriggja ólíkra einstaklinga. Vonarstræti verður frumsýnd 16. maí næstkomandi. 

Leikstjórinn Baldvin Z hélt stutta tölu fyrir sýninguna.
Jóhanna og Sigurbjörg brostu sínu blíðasta.
Matthías Matthíasson ásamt vini sínum á sýningunni.
Bryndís og Inga stilltu sér upp fyrir ljósmyndara.
Björn Blöndal lét sig ekki vanta.
Gísli og Ottó voru spenntir fyrir myndinni.
Stefanía Thors, Sóley Elíasdóttir og Laufey Elíasdóttir.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.