Lífið

Skapandi og töff blogg í london

Marín Manda skrifar
Spennandi tískuþáttur á blogginu.
Spennandi tískuþáttur á blogginu.
Katrín Lilja Ólafsdóttir og Lilja Hrönn Helgadóttir halda úti blogginu theostranenie.com.

„Við vorum báðar að vinna á elliheimilinu Grund á Íslandi og höfðum geysilegan áhuga á að prófa eitthvað nýtt. Við ákváðum því frekar snögglega að flytja til London og fara í nám. Báðar vorum við mjög hrifnar af borginni og þegar ég flutti hingað byrjuðum við með tískubloggið okkar,“ segir Katrín Lilja Ólafsdóttir, sem heldur úti blogginu theostranenie.com ásamt bestu vinkonu sinni, Lilju Hrönn Helgadóttur.

Bloggið er á ensku og byrjaði sem dæmigert tískublogg en fljótlega fóru vinkonurnar að nýta sér þennan vettvang sem eins konar kynningarmöppu á netinu.

„Þegar við byrjuðum í skólunum fannst okkur tilvalið að vera meira skapandi og sýna það sem við erum að gera til að koma okkur á framfæri.“

The Ostranenie.
Katrín Lilja er að læra ljósmyndun í London College of Communication og Lilja Hrönn er að læra „creative direction“ í London College of Fashion. Lilja Hrönn sótti um starfsnám hjá AnOther Magazine í gegnum skólann og þannig kynntust þær vinkonur hönnuðum og fólki í bransanum sem þær hafa verið í samstarfi við. 

Katrín Lilja tekur sjálf flestar myndirnar á blogginu.

„Mér finnst London svo heillandi því það eru svo margir mismunandi straumar í gangi og borgin býður upp á allt. Í augnablikinu er hvorug okkar á leiðinni heim því tækifærin eru hér úti og það er stærri vettvangur fyrir okkar vinnu,“ segir Katrín Lilja glöð í bragði.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.