Lífið

Níu hönnuðir saman í fallegu rými í miðbænum

Marín Manda skrifar
Elín Haraldsdóttir, Hanna Hlíf Bjarnadóttir, Ilmur María og Þóra Björk Schram, í galleríinu Skúmaskoti.
Elín Haraldsdóttir, Hanna Hlíf Bjarnadóttir, Ilmur María og Þóra Björk Schram, í galleríinu Skúmaskoti.
Listamenn og hönnuðir opna verslunina Skúmaskot í bakhúsi á Laugavegi 23.

„Heiða var að vinna úti í bæ og hitti nokkrar okkar og stakk upp á því að við myndum opna fallega búð saman því okkur vantaði allar vettvang til að selja vörurnar okkar. Þetta húsnæði var það fyrsta sem við skoðuðum og við tókum það strax. Húsið er bara heillandi,“ segir Þóra Björk Schram, einn hönnuðanna sem standa á bak við nýja verslun sem var opnuð formlega í gær.

Í bakhúsinu á Laugavegi 23 er sköpunargleðinni gefinn laus taumur. Fyrir innan gyllta hurð, inn af litlu porti, kúrir bjart og fallegt rými sem fengið hefur nafnið Skúmaskot. Þar hafa níu hönnuðir og listamenn nú komið sér fyrir og sett upp aðstöðu til að sýna og bjóða verk sín til sölu. Í Skúmaskoti fást ljósskúlptúrar, pappírsljóð, barnaföt, handlitaðir kjólar, postulín, perluverk, silkislár, málverk, bróderí, bækur, skottur og skart.

Fyrir versluninni standa þær Elín Haraldsdóttir, Hanna Hlíf Bjarnadóttir, Heiða Eiríksdóttir, Herborg Eðvaldsdóttir, Íris Ólöf Sigurjónsdóttir, María Vals / RimmBamm, Rán Flygenring, Þóra Björk Schram og Sæunn Þorsteinsdóttir.

Opnunartímar eru frá þriðjudegi til laugardags, kl.12-18.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.