Lífið

Útfærir hugmyndirnar frá A-Ö

Marín Manda skrifar
Sigrún Ásta Jörgensen.
Sigrún Ásta Jörgensen. Mynd/ Sigurgeir Sigurðsson
Sigrún Ásta Jörgensen er ungur og upprennandi stílisti og förðunarfræðingur sem stefnir hátt.

„Stílisti sér um heildarútlitið í myndatökum, auglýsingum, verslunum og jafnvel í kvikmyndaverkefnum. Við sjáum um hugmyndavinnuna og útfærsluna frá A-Ö. Hvort sem það er að finna staðsetninguna, fatnað, förðun eða fyrirsætur. Stílistar vinna mjög náið með ljósmyndaranum og þetta er stór vettvangur,“ segir hin 24 ára Sigrún Ásta Jörgensen aðspurð um stílistanámið sem hún var að ljúka hjá Reykjavík Fashion Academy.

Tískuþátturinn var lokaverkefni Sigrúnar Ástu í Reykjavík Fashion Academy.
Námið var fjölbreytt undir leiðsögn Önnu Clausen, stílista og tískuljósmyndara, en Sigrún Ásta útskrifaðist sem stílisti- og förðunarfræðingur. Hún tók þátt í vinnunni á bak við tjöldin á Reykjavík Fashion Festival fyrir skömmu og stefnir á frekara nám í grafískri hönnun í Listaháskólanum eða London College of Fashion. Lokaverkefnið snerist um tvískiptan persónuleika.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.