Koma fundnu synirnir á óvart? Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 10. maí 2014 09:00 Edin Dzeko, markahæsti leikmaðurinni í sögu bosníska landsliðsins. Vísir/AFP Af þeim 32 þjóðum sem taka þátt á HM í sumar, er aðeins ein sem er að þreyta frumraun sína á stóra sviðinu: Bosnía-Hersegóvína. Eftir að hafa tapað fyrir Portúgal í umspilsleikjum um sæti á HM 2010 og EM 2012 náði þetta litla og fámenna ríki loks að komast á stórmót. Þetta verður reyndar ekki í fyrsta skipti sem bosnískir knattspyrnumenn spila á HM, en nokkrir slíkir spiluðu undir merkjum sameinaðrar Júgóslavíu á árum áður. Fremstur þeirra var leikmaður að nafni Safet Susic – núverandi landsliðsþjálfari Bosníu.Heyrði skothvelli á hverjum degi Bosnía skoraði 30 mörk í leikjunum tíu í undankeppninni – aðeins Þýskaland, Holland og England skoruðu fleiri – og eins og geta má nærri er sóknarleikurinn í fyrirrúmi hjá liðinu. „Við verðum að spila eins og við höfum verið að spila. Ég veit að þetta hljómar kannski óþroskað frá taktísku sjónarhorni, en það væri rangt að spila öðru vísi,“ segir Susic um leikstíl Bosníu. „Við vitum að við opnum okkur of mikið og það er mikil áhætta sem fylgir því hvernig við spilum, en það væri ekki sanngjarnt gagnvart stuðningsmönnunum, leiknum og okkur sjálfum ef við myndum bæla niður þá hæfileika sem búa í liðinu.“ Í sóknarleik Bosníu mæðir mest á Edin Dzeko, markahæsta leikmanni í sögu bosníska landsliðsins. Dzeko, sem hefur spilað frábærlega fyrir Manchester City á síðustu vikum, fór ekki varhluta af stríðinu sem geisaði í Bosníu á fyrri hluta 10. áratugarins. „Ég fæddist rétt áður stríðið braust út og ólst upp í Sarajevo meðan á umsátrinu um borgina stóð,“ sagði Dzeko um æskuárin. „Á hverjum degi heyrðir maður skothvelli og við misstum bæði vini og ættingja. Minningarnar fylgja manni alltaf, þetta var hræðilegur tími og ég átti mjög sára og sorglega æsku.“ Heimili fjölskyldu Dzekos var lagt í rúst í loftárás og þau neyddust til að flytja til ömmu hans og afa, þar sem öll fjölskyldan bjó undir einu litlu þaki. Sagan segir einnig að móðir Dzekos hafi eitt sinn kallað á Dzeko að koma heim rétt áður en sprengja féll á fótboltavöllinn þar sem hann hafði verið að leika sér.Vísir/AFPVöldu að spila fyrir föðurlandið Stríðið í Bosníu var vettvangur hræðilegra stríðsglæpa, þ.ám. fjöldamorðanna í Srebrenica, þar sem her Bosníuserba undir stjórn Ratkos Mladic myrti 8.000 múslimska menn og drengi á griðasvæði Sameinuðu þjóðanna í júlí 1995. Meðan á stríðinu stóð neyddust einnig 2,2 milljónir Bosníumanna til að flýja heimili sín. Margir flúðu land, en af þeim sökum eru margir leikmenn bosníska landsliðsins aldir upp utan heimalandsins. Miralem Pjanic, Asmir Begovic, Ermin Bicakcic, Sejad Salihovic, Haris Medunjanin, Zvejzdan Misimovic, Senad Lulic og Vedad Ibisevic eru meðal þeirra leikmanna liðsins sem hafa aldrei búið í Bosníu svo heitið geti, eða spilað í deildinni heima fyrir. Þeir völdu samt að spila fyrir Bosníu, þrátt fyrir að eiga þess kost að spila fyrir önnur landslið. Medunjanin – sem missti föður sinn í stríðinu – varð t.a.m. Evrópumeistari í tvígang með U-21 árs landsliði Hollands og Begovic spilaði með Kanadamönnum á HM U-20 ára 2007 og var nokkrum sinnum valinn í A-landslið þeirra. „Bosníska blóðið rann alltaf í æðum mér,“ sagði Begovic um ákvörðun sína í viðtali við Daily Mail í janúar. „Ég sneri ekki aftur fyrr en ég var kominn á þrítugsaldurinn, þegar ég var viðstaddur jarðarför afa míns. Þar hitti ég hluta af fjölskyldu minni sem ég hafði ekki séð í áraraðir. Ég upplifði sársaukann, allt það slæma sem gerðist, árin sem ég missti af. Þetta var mjög tilfinningarík ferð og þá ákvað ég að spila fyrir Bosníu, stæði mér það til boða.“ Þrátt fyrir að Pjanic hefði spilað fyrir yngri landslið Lúxemborgar og Frakkland hefði gert hosur sínar grænar fyrir honum var aldrei neinn vafi í huga hans.Miralem Pjanic fagnar.Vísir/Getty„Það var aldrei spurning hvaða land ég myndi vilja spila fyrir,“ sagði Pjanic í viðtali við bosníska dagblaðið SAN. „Bosnía var minn fyrsti og eini kostur.“ Alls þurftu tíu af þeim 24 leikmönnum sem Susic valdi í HM-hópinn að breyta um ríkisfang til að spila fyrir bosníska landsliðið. Mál sem þessi eru erfið og flókin – eins og við Íslendingar höfum fengið að kynnast – en Bosníumenn hafa notið góðs af breytingu á þeirri reglu FIFA sem áður meinaði leikmönnum með tvöfalt ríkisfang að skipta um landslið eftir að þeir urðu 21 árs. Án þessarar reglubreytingar er hætt við að Bosnía myndi spila á HM í sumar. Í áðurnefndu viðtali talar Susic um að það hafi þurft að eltast við leikmenn af bosnískum ættum og fá þá til að spila fyrir landsliðið. Hann segir enn fremur að málið muni vandast til muna eftir tíu ár þegar kemur að þriðju eða fjórðu kynslóðar Bosníumönnum sem búa utan heimalandsins. „Það verður erfitt að telja þá á að spila fyrir land afa þeirra,“ segir Susic, en af þeim sökum segir hann mikilvægt fyrir Bosníu að komast inn á HM og önnur stórmót. Bosnía fer þó ekki til Brasilíu bara til að vera með, en Susic hefur sett stefnuna á 16-liða úrslit. Bosnía dróst í riðil með Argentínu, Nígeríu og Íran, svo möguleikinn er svo sannarlega fyrir hendi. Þrátt fyrir að leikmennirnir komi úr ólíkum áttum mynda þeir eina sterka heild og bosníska liðið hefur á undanförnum árum sýnt að því eru flestir vegir færir.Vísir/GettyVísir/Getty HM 2014 í Brasilíu Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Íslenski boltinn Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Fótbolti Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Fótbolti Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Fótbolti Rashford mættur til Barcelona Fótbolti Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Fótbolti Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti Fleiri fréttir Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Arnór Ingvi skoraði og lagði upp áður en hann fór meiddur af velli Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Treyja Shilton og medalía Pelé til sölu Man Utd reynir við Sesko en horfir einnig til Chelsea Víkingur mætir líklega Bröndby ef liðið kemst áfram Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Rashford mættur til Barcelona Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Kassi í Mosfellsbæinn West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Vinna með lögreglunni eftir að Carter varð fyrir kynþáttaníð Búinn í læknisskoðun og ætti að ná Ameríkutúrnum Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Messi nú með fleiri mörk en Ronaldo Stefán Ingi með þrennu í fyrri hálfleik Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Ísak Snær opnaði markareikninginn hjá Lyngby Kolbeinn lagði upp sigurmarkið Frankfurt kann það betur en flest félög að græða pening á framherjum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Sjá meira
Af þeim 32 þjóðum sem taka þátt á HM í sumar, er aðeins ein sem er að þreyta frumraun sína á stóra sviðinu: Bosnía-Hersegóvína. Eftir að hafa tapað fyrir Portúgal í umspilsleikjum um sæti á HM 2010 og EM 2012 náði þetta litla og fámenna ríki loks að komast á stórmót. Þetta verður reyndar ekki í fyrsta skipti sem bosnískir knattspyrnumenn spila á HM, en nokkrir slíkir spiluðu undir merkjum sameinaðrar Júgóslavíu á árum áður. Fremstur þeirra var leikmaður að nafni Safet Susic – núverandi landsliðsþjálfari Bosníu.Heyrði skothvelli á hverjum degi Bosnía skoraði 30 mörk í leikjunum tíu í undankeppninni – aðeins Þýskaland, Holland og England skoruðu fleiri – og eins og geta má nærri er sóknarleikurinn í fyrirrúmi hjá liðinu. „Við verðum að spila eins og við höfum verið að spila. Ég veit að þetta hljómar kannski óþroskað frá taktísku sjónarhorni, en það væri rangt að spila öðru vísi,“ segir Susic um leikstíl Bosníu. „Við vitum að við opnum okkur of mikið og það er mikil áhætta sem fylgir því hvernig við spilum, en það væri ekki sanngjarnt gagnvart stuðningsmönnunum, leiknum og okkur sjálfum ef við myndum bæla niður þá hæfileika sem búa í liðinu.“ Í sóknarleik Bosníu mæðir mest á Edin Dzeko, markahæsta leikmanni í sögu bosníska landsliðsins. Dzeko, sem hefur spilað frábærlega fyrir Manchester City á síðustu vikum, fór ekki varhluta af stríðinu sem geisaði í Bosníu á fyrri hluta 10. áratugarins. „Ég fæddist rétt áður stríðið braust út og ólst upp í Sarajevo meðan á umsátrinu um borgina stóð,“ sagði Dzeko um æskuárin. „Á hverjum degi heyrðir maður skothvelli og við misstum bæði vini og ættingja. Minningarnar fylgja manni alltaf, þetta var hræðilegur tími og ég átti mjög sára og sorglega æsku.“ Heimili fjölskyldu Dzekos var lagt í rúst í loftárás og þau neyddust til að flytja til ömmu hans og afa, þar sem öll fjölskyldan bjó undir einu litlu þaki. Sagan segir einnig að móðir Dzekos hafi eitt sinn kallað á Dzeko að koma heim rétt áður en sprengja féll á fótboltavöllinn þar sem hann hafði verið að leika sér.Vísir/AFPVöldu að spila fyrir föðurlandið Stríðið í Bosníu var vettvangur hræðilegra stríðsglæpa, þ.ám. fjöldamorðanna í Srebrenica, þar sem her Bosníuserba undir stjórn Ratkos Mladic myrti 8.000 múslimska menn og drengi á griðasvæði Sameinuðu þjóðanna í júlí 1995. Meðan á stríðinu stóð neyddust einnig 2,2 milljónir Bosníumanna til að flýja heimili sín. Margir flúðu land, en af þeim sökum eru margir leikmenn bosníska landsliðsins aldir upp utan heimalandsins. Miralem Pjanic, Asmir Begovic, Ermin Bicakcic, Sejad Salihovic, Haris Medunjanin, Zvejzdan Misimovic, Senad Lulic og Vedad Ibisevic eru meðal þeirra leikmanna liðsins sem hafa aldrei búið í Bosníu svo heitið geti, eða spilað í deildinni heima fyrir. Þeir völdu samt að spila fyrir Bosníu, þrátt fyrir að eiga þess kost að spila fyrir önnur landslið. Medunjanin – sem missti föður sinn í stríðinu – varð t.a.m. Evrópumeistari í tvígang með U-21 árs landsliði Hollands og Begovic spilaði með Kanadamönnum á HM U-20 ára 2007 og var nokkrum sinnum valinn í A-landslið þeirra. „Bosníska blóðið rann alltaf í æðum mér,“ sagði Begovic um ákvörðun sína í viðtali við Daily Mail í janúar. „Ég sneri ekki aftur fyrr en ég var kominn á þrítugsaldurinn, þegar ég var viðstaddur jarðarför afa míns. Þar hitti ég hluta af fjölskyldu minni sem ég hafði ekki séð í áraraðir. Ég upplifði sársaukann, allt það slæma sem gerðist, árin sem ég missti af. Þetta var mjög tilfinningarík ferð og þá ákvað ég að spila fyrir Bosníu, stæði mér það til boða.“ Þrátt fyrir að Pjanic hefði spilað fyrir yngri landslið Lúxemborgar og Frakkland hefði gert hosur sínar grænar fyrir honum var aldrei neinn vafi í huga hans.Miralem Pjanic fagnar.Vísir/Getty„Það var aldrei spurning hvaða land ég myndi vilja spila fyrir,“ sagði Pjanic í viðtali við bosníska dagblaðið SAN. „Bosnía var minn fyrsti og eini kostur.“ Alls þurftu tíu af þeim 24 leikmönnum sem Susic valdi í HM-hópinn að breyta um ríkisfang til að spila fyrir bosníska landsliðið. Mál sem þessi eru erfið og flókin – eins og við Íslendingar höfum fengið að kynnast – en Bosníumenn hafa notið góðs af breytingu á þeirri reglu FIFA sem áður meinaði leikmönnum með tvöfalt ríkisfang að skipta um landslið eftir að þeir urðu 21 árs. Án þessarar reglubreytingar er hætt við að Bosnía myndi spila á HM í sumar. Í áðurnefndu viðtali talar Susic um að það hafi þurft að eltast við leikmenn af bosnískum ættum og fá þá til að spila fyrir landsliðið. Hann segir enn fremur að málið muni vandast til muna eftir tíu ár þegar kemur að þriðju eða fjórðu kynslóðar Bosníumönnum sem búa utan heimalandsins. „Það verður erfitt að telja þá á að spila fyrir land afa þeirra,“ segir Susic, en af þeim sökum segir hann mikilvægt fyrir Bosníu að komast inn á HM og önnur stórmót. Bosnía fer þó ekki til Brasilíu bara til að vera með, en Susic hefur sett stefnuna á 16-liða úrslit. Bosnía dróst í riðil með Argentínu, Nígeríu og Íran, svo möguleikinn er svo sannarlega fyrir hendi. Þrátt fyrir að leikmennirnir komi úr ólíkum áttum mynda þeir eina sterka heild og bosníska liðið hefur á undanförnum árum sýnt að því eru flestir vegir færir.Vísir/GettyVísir/Getty
HM 2014 í Brasilíu Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Íslenski boltinn Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Fótbolti Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Fótbolti Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Fótbolti Rashford mættur til Barcelona Fótbolti Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Fótbolti Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti Fleiri fréttir Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Arnór Ingvi skoraði og lagði upp áður en hann fór meiddur af velli Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Treyja Shilton og medalía Pelé til sölu Man Utd reynir við Sesko en horfir einnig til Chelsea Víkingur mætir líklega Bröndby ef liðið kemst áfram Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Rashford mættur til Barcelona Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Kassi í Mosfellsbæinn West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Vinna með lögreglunni eftir að Carter varð fyrir kynþáttaníð Búinn í læknisskoðun og ætti að ná Ameríkutúrnum Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Messi nú með fleiri mörk en Ronaldo Stefán Ingi með þrennu í fyrri hálfleik Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Ísak Snær opnaði markareikninginn hjá Lyngby Kolbeinn lagði upp sigurmarkið Frankfurt kann það betur en flest félög að græða pening á framherjum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Sjá meira