Lífið

Þorbjörg kölluð Skandinavíska orkugyðjan í The Times

Marín Manda skrifar
Þorbjörg Hafsteinsdóttir segir velgengni bókarinnar vera stóran áfanga í sínu lífi.
Þorbjörg Hafsteinsdóttir segir velgengni bókarinnar vera stóran áfanga í sínu lífi.
Næringarþerapistinn Þorbjörg Hafsteinsdóttir gerir það gott í Bandaríkjunum en metsölubókin hennar, 10 árum yngri á 10 vikum, er komin á bandarískan markað og rokselst úr hillunum. Hún hefur ekki undan að svara erlendum fjölmiðlum.



„Þetta er svolítið stór áfangi í mínu lífi og ég er komin þangað sem ég gjarnan vildi vera til að koma mér á heimsmarkaðinn. Bókin mín, 10 árum yngri á 10 vikum, er komin í sölu á bestu stöðunum í Bandaríkjunum og ég er búin að fá rosalega góða umfjöllun,“ segir Þorbjörg Hafsteinsdóttir næringarþerapisti sem er nýkomin til baka úr mánaðar kynningarferð í New York. Þar var hún stödd til að halda fyrirlestra og kynna bókina sem er nýútkomin á bandaríska markaðinn á prenti en einnig sem rafbók fyrir Kindle.

„Bókin er seld hjá Barnes and Noble og er nú þegar númer eitt í þremur flokkum á Amazon svo að núna byrjar ballið fyrir alvöru,“ segir Þorbjörg og er augljóslega ánægð með árangurinn. Þorbjörg segir það einnig vera í kortunum að gefa bókina út í Bretlandi og í lok apríl var birt opnuviðtal við Þorbjörgu í The Times þar sem hún er kynnt sem skandinavíska orkugyðjan eða The Scandi Vitality Goddess.

Greinin úr The Times
„The Times sendi blaðamann til Kaupmannahafnar til þess að hitta mig og gera umfjöllun. Hún var búin að kynna sér bókina mjög vel og ég held að henni hafi komið á óvart hve afslöppuð ég er í lífstílnum. Ég er ekki 100 prósent gúrú eins og margir ímynda sér að maður sé. Hlutirnir eru ekki heilagir og hún var ánægð að sjá það fyrir hönd annarra kvenna því konur nenna ekki að lifa þannig, þrátt fyrir að vilja fá leiðbeiningar á ýmsum sviðum,“ segir hún hlæjandi.

„Maður mætir heiminum með sinni reynslu og maður verður að þora að fara nýjar leiðir. Fyrir mér er það eins mikið „antiage“ eins og að líta vel út.“ 

Fleiri fréttamiðlar hafa sýnt Þorbjörgu og bókinni áhuga en bæði The Mail og Huffington Post hafa sóst eftir viðtali. 








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.