Lífið

Lærði fallhlífarstökk hjá þeim bestu

Ólöf Skaftadóttir skrifar
Gunnar Örn segist stunda sjómennsku til að borga reikninga og stunda fallhlífarstökkið.
Gunnar Örn segist stunda sjómennsku til að borga reikninga og stunda fallhlífarstökkið. MYND/Úr einkasafni
„Ég hef stundað fallhlífarstökk í um það bil þrjú ár,“ segir Gunnar Örn Marteinsson fallhlífarstökkvari sem er nýkominn heim frá Bandaríkjunum þar sem hann varð sér úti um kennsluréttindi í íþróttinni. Hann segist hafa lært gríðarlega mikið í ferðinni.

„Ég fór fyrst í fallhlífarstökk fyrir tilstilli vinar míns. Hann var á leiðinni í stökk og ég bað um að fá að fara með. Ég held að þetta sé eitthvað sem flestalla langar til að gera en vantar að vera hreinlega ýtt út í. Þarna var tækifærið fyrir mig og ég stökk á það og hef ekki litið til baka síðan,“ útskýrir Gunnar og bætir við að gríðarleg þekking sé á fallhlífarstökki í Bandaríkjunum.

„Skólinn sem ég var í er einn sá besti í heimi.“

Auk þess að stunda fallhlífarstökk af miklum móð er Gunnar sjómaður.

„Það má eiginlega segja að ég sé sjómaður í hjáverkum. Ég geri það bara til að lifa af og borga reikninga, og náttúrlega til að fjármagna fallhlífarstökkið,“ segir Gunnar, sem segir næsta mál á dagskrá að breiða út boðskapinn. „Ég ætla að aðstoða lærifeður mína hjá Fallhlífarstökksfélaginu Frjálsu falli við að kenna.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.