Fótboltastjörnur hrifnar af Inklaw Marín Manda skrifar 6. maí 2014 12:30 Róbert Elmarsson, Anton Darri fyrirsæta og Guðjón Geir Geirsson. Fréttablaðið/Stefán Karlsson Æskuvinirnir Róbert Elmarsson og Guðjón Geir Geirsson hafa haft áhuga á tískufatnaði lengi vel. Eftir að hafa unnið í nokkrum fataverslunum ákváðu þeir að stíga skrefið til fulls og hanna fatnað fyrir herra undir eigin nafni. Samanlagt lögðu þeir fram áttatíu þúsund krónur af sumarlaununum sínum til að stofna vörumerkið Inklaw, sem nú hefur vakið athygli frægra fótboltamanna og söngstjarna erlendis. Þeir stefna hátt þrátt fyrir að vera einungis rétt um tvítugt en draumurinn er að eiga virt vörumerki sem er þekkt út um allan heim. „Þetta er stór draumur en við ætlum að láta hann verða að veruleika. Við fáum mikinn stuðning og skilning frá skólanum. Við fáum meira að segja frídag einu sinni í viku til að sinna fyrirtækinu okkar sem er komið á góðan skrið á skömmum tíma,“ segir Róbert Elmarsson, annar eigandi götutískumerkisins Inklaw.Róbert stundar nám í Flensborg en Guðjón Geir Geirsson, félagi hans og besti vinur, er að læra fatatækni í Tækniskólanum. Vinirnir framleiða og sauma allan fatnaðinn sjálfir á saumastofu í Hafnarfirði með hjálp vinkonu sinnar, Báru Atladóttur sem er menntaður fatahönnuður. Pantanirnar streyma inn í gegnum netverslun þeirra en Róbert segir að Instagram hafi virkilega komið þeim á kortið. „Samskiptamiðlarnir í dag hjálpa mikið til. Flestar sölurnar koma í gegnum Instagram því um leið og einn glaður viðskiptavinur póstar mynd af sér í flík frá okkur þá koma fleiri pantanir. Með netinu höfum við náð að komast á erlendan markað og nú erum við að selja til 25 landa.“ Viðskiptavinirnir eru ekki af verri endanum en nýlega var haft samband við þá félaga fyrir hönd hins enska Daniels Sturridge sem spilar sem framherji hjá Liverpool. Sturridge óskaði eftir fatnaði frá Inklaw fyrir nýtt hipphopp-verkefni sem nefnist FOE, eða Family Over Everything. Portúgalski knattspyrnumaðurinn Raul Meireles sást einnig fyrir skömmu í Inklaw-bol og söngvarinn Liam Ferrari sem tók þátt í Australia Got Talent er viðskiptavinur. Í sumar munu Inklaw-félagarnir starfa sjálfstætt í fyrsta sinn heilt sumar og segjast hlakka til að geta eytt öllu sumrinu í að reka fyrirtækið og sinna pöntunum. Mest lesið Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Lífið Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Lífið Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Lífið Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Emma Watson svipt ökuleyfinu Lífið Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Lífið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Connie Francis er látin Lífið Yngsti gusumeistari landsins Lífið Fleiri fréttir Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Sjá meira
Æskuvinirnir Róbert Elmarsson og Guðjón Geir Geirsson hafa haft áhuga á tískufatnaði lengi vel. Eftir að hafa unnið í nokkrum fataverslunum ákváðu þeir að stíga skrefið til fulls og hanna fatnað fyrir herra undir eigin nafni. Samanlagt lögðu þeir fram áttatíu þúsund krónur af sumarlaununum sínum til að stofna vörumerkið Inklaw, sem nú hefur vakið athygli frægra fótboltamanna og söngstjarna erlendis. Þeir stefna hátt þrátt fyrir að vera einungis rétt um tvítugt en draumurinn er að eiga virt vörumerki sem er þekkt út um allan heim. „Þetta er stór draumur en við ætlum að láta hann verða að veruleika. Við fáum mikinn stuðning og skilning frá skólanum. Við fáum meira að segja frídag einu sinni í viku til að sinna fyrirtækinu okkar sem er komið á góðan skrið á skömmum tíma,“ segir Róbert Elmarsson, annar eigandi götutískumerkisins Inklaw.Róbert stundar nám í Flensborg en Guðjón Geir Geirsson, félagi hans og besti vinur, er að læra fatatækni í Tækniskólanum. Vinirnir framleiða og sauma allan fatnaðinn sjálfir á saumastofu í Hafnarfirði með hjálp vinkonu sinnar, Báru Atladóttur sem er menntaður fatahönnuður. Pantanirnar streyma inn í gegnum netverslun þeirra en Róbert segir að Instagram hafi virkilega komið þeim á kortið. „Samskiptamiðlarnir í dag hjálpa mikið til. Flestar sölurnar koma í gegnum Instagram því um leið og einn glaður viðskiptavinur póstar mynd af sér í flík frá okkur þá koma fleiri pantanir. Með netinu höfum við náð að komast á erlendan markað og nú erum við að selja til 25 landa.“ Viðskiptavinirnir eru ekki af verri endanum en nýlega var haft samband við þá félaga fyrir hönd hins enska Daniels Sturridge sem spilar sem framherji hjá Liverpool. Sturridge óskaði eftir fatnaði frá Inklaw fyrir nýtt hipphopp-verkefni sem nefnist FOE, eða Family Over Everything. Portúgalski knattspyrnumaðurinn Raul Meireles sást einnig fyrir skömmu í Inklaw-bol og söngvarinn Liam Ferrari sem tók þátt í Australia Got Talent er viðskiptavinur. Í sumar munu Inklaw-félagarnir starfa sjálfstætt í fyrsta sinn heilt sumar og segjast hlakka til að geta eytt öllu sumrinu í að reka fyrirtækið og sinna pöntunum.
Mest lesið Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Lífið Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Lífið Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Lífið Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Emma Watson svipt ökuleyfinu Lífið Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Lífið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Connie Francis er látin Lífið Yngsti gusumeistari landsins Lífið Fleiri fréttir Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Sjá meira