Rannsakar þotuhreyfla fyrir Rolls Royce Gunnar Leó Pálsson skrifar 5. maí 2014 07:30 Hér er Katrín Edda Þorsteinsdóttir með eitt stykki þotuhreyfil í bakgrunn en myndin er tekin fyrir framan fyrirtækið MTU Aero Engines. mynd/einkasafn „Það má alveg segja að ég komi fólki á óvart, ég veit ekki til þess að það séu margar verkfræðistelpur í módelfitness eða módelfitness-stelpur í verkfræði,“ segir hin 24 ára gamla Katrín Edda Þorsteinsdóttir, módelfitness-keppandi og vélaverkfræðingur. Hún er nú að klára mastersnám við Karlsruhe Institute of Technolology í Þýskalandi, þar sem hún rannsakar þotuhreyfla fyrir breska bíla- og vélaframleiðandann Rolls Royce. „Ég er að vinna að mastersverkefni sem fjallar um hönnun á kæliholum í brunahólfi í þotuhreyfli og er þar að reyna að skoða mismunandi hönnun til þess að hámarka nýtnina,“ útskýrir Katrín Edda, en Rolls Royce er einn stærsti þotuhreyflaframleiðandi heims. „Ég hef mikinn áhuga á þessu, þetta er mjög skemmtilegt.“ Fyrir utan mastersverkefnið sitt hefur Katrín í nógu að snúast og starfar hún hjá þýska tæknirisanum Bosch. „Ég var í starfsnámi hjá Bosch og átti bara að vera í fjóra mánuði. Mér bauðst svo að vera þar áfram og verð þar næstu sjö mánuðina,“ bætir Katrín Edda við. Hún er þó líklega best þekkt fyrir velgengni sína í módelfitness en hún varð meðal annars heildarsigurvegari í bikini-fitness á International Austrian Championship fyrir skömmu, þá lenti hún í öðru sæti í Íslandsmótinu sem fram fór um páskana og í öðru sæti á móti í Ungverjalandi í síðustu viku.Katrín tekur við sigurverðlaunum í Austurríki.Mynd/Silvia SchoberAf hverju módelfitness? „Þegar ég byrjaði í einkaþjálfun hjá Konráði Val í World Class var ég ekkert að spá í keppni en svo hvatti hann mig til þess að taka þátt í Íslandsmótinu 2011. Þar lenti ég í sjöunda sæti þrátt fyrir að hafa ekki lagt mig neitt fram af viti og haldið því fram að ég ætti alls ekki heima í þessu sporti. Þetta hvatti mig því áfram og þá varð ekki aftur snúið.“ Það þarf mikinn sjálfsaga til þess að geta áorkað öllu því sem Katrín tekur sér fyrir hendur. „Ég æfi flesta daga og í niðurskurði jafnvel tvisvar á dag. Mér finnst ég þurfa að fá frí frá verkfræðinni stundum og því er gott að gera eitthvað allt annað eins og að fá útrás á æfingum, mér finnst módelfitnessið ótrúlega skemmtilegt og að stíga á svið er eitt það skemmtilegasta sem ég geri,“ segir Katrín Edda. Hún hefur þó ekki alltaf haft jafn gaman af því að keppa. „Mig skorti sjálfstraust í upphafi, ég hugsaði alltaf of mikið um keppendurna í kringum mig og var uppfull af neikvæðum hugsunum um sjálfa mig sem drógu mig niður.“ segir Katrín Edda um upphafið. „Í dag einblíni ég einungis á sjálfa mig og mín afrek og horfi aldrei á hina keppendurna sitt hvorum megin við mig og hef til dæmis iPodinn í eyrunum alveg fram að sekúndunni áður en ég stíg á svið.“ Hún er þó öruggari og nýtur þess að keppa í dag. Katrín Edda býr ásamt kærastanum sínum, Tryggva Gunnarssyni, í Karlsruhe. „Kærastinn minn er mun ævintýragjarnari en ég og ég hefði aldrei farið út án hans en þetta er besta ákvörðun sem ég hef tekið og við höfum það mjög gott hérna úti.“ Mest lesið Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Lífið Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Lífið Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Lífið Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Lífið Emma Watson svipt ökuleyfinu Lífið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Connie Francis er látin Lífið Kjóstu flottasta garð ársins 2025! Lífið samstarf Fleiri fréttir Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Sjá meira
„Það má alveg segja að ég komi fólki á óvart, ég veit ekki til þess að það séu margar verkfræðistelpur í módelfitness eða módelfitness-stelpur í verkfræði,“ segir hin 24 ára gamla Katrín Edda Þorsteinsdóttir, módelfitness-keppandi og vélaverkfræðingur. Hún er nú að klára mastersnám við Karlsruhe Institute of Technolology í Þýskalandi, þar sem hún rannsakar þotuhreyfla fyrir breska bíla- og vélaframleiðandann Rolls Royce. „Ég er að vinna að mastersverkefni sem fjallar um hönnun á kæliholum í brunahólfi í þotuhreyfli og er þar að reyna að skoða mismunandi hönnun til þess að hámarka nýtnina,“ útskýrir Katrín Edda, en Rolls Royce er einn stærsti þotuhreyflaframleiðandi heims. „Ég hef mikinn áhuga á þessu, þetta er mjög skemmtilegt.“ Fyrir utan mastersverkefnið sitt hefur Katrín í nógu að snúast og starfar hún hjá þýska tæknirisanum Bosch. „Ég var í starfsnámi hjá Bosch og átti bara að vera í fjóra mánuði. Mér bauðst svo að vera þar áfram og verð þar næstu sjö mánuðina,“ bætir Katrín Edda við. Hún er þó líklega best þekkt fyrir velgengni sína í módelfitness en hún varð meðal annars heildarsigurvegari í bikini-fitness á International Austrian Championship fyrir skömmu, þá lenti hún í öðru sæti í Íslandsmótinu sem fram fór um páskana og í öðru sæti á móti í Ungverjalandi í síðustu viku.Katrín tekur við sigurverðlaunum í Austurríki.Mynd/Silvia SchoberAf hverju módelfitness? „Þegar ég byrjaði í einkaþjálfun hjá Konráði Val í World Class var ég ekkert að spá í keppni en svo hvatti hann mig til þess að taka þátt í Íslandsmótinu 2011. Þar lenti ég í sjöunda sæti þrátt fyrir að hafa ekki lagt mig neitt fram af viti og haldið því fram að ég ætti alls ekki heima í þessu sporti. Þetta hvatti mig því áfram og þá varð ekki aftur snúið.“ Það þarf mikinn sjálfsaga til þess að geta áorkað öllu því sem Katrín tekur sér fyrir hendur. „Ég æfi flesta daga og í niðurskurði jafnvel tvisvar á dag. Mér finnst ég þurfa að fá frí frá verkfræðinni stundum og því er gott að gera eitthvað allt annað eins og að fá útrás á æfingum, mér finnst módelfitnessið ótrúlega skemmtilegt og að stíga á svið er eitt það skemmtilegasta sem ég geri,“ segir Katrín Edda. Hún hefur þó ekki alltaf haft jafn gaman af því að keppa. „Mig skorti sjálfstraust í upphafi, ég hugsaði alltaf of mikið um keppendurna í kringum mig og var uppfull af neikvæðum hugsunum um sjálfa mig sem drógu mig niður.“ segir Katrín Edda um upphafið. „Í dag einblíni ég einungis á sjálfa mig og mín afrek og horfi aldrei á hina keppendurna sitt hvorum megin við mig og hef til dæmis iPodinn í eyrunum alveg fram að sekúndunni áður en ég stíg á svið.“ Hún er þó öruggari og nýtur þess að keppa í dag. Katrín Edda býr ásamt kærastanum sínum, Tryggva Gunnarssyni, í Karlsruhe. „Kærastinn minn er mun ævintýragjarnari en ég og ég hefði aldrei farið út án hans en þetta er besta ákvörðun sem ég hef tekið og við höfum það mjög gott hérna úti.“
Mest lesið Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Lífið Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Lífið Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Lífið Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Lífið Emma Watson svipt ökuleyfinu Lífið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Connie Francis er látin Lífið Kjóstu flottasta garð ársins 2025! Lífið samstarf Fleiri fréttir Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Sjá meira