Lífið

„Hann þarf að kunna að elda og horfa á mig dansa“

Marín Manda skrifar
Unnur Eggertsdóttir
Unnur Eggertsdóttir
Unni Eggertsdóttur var sagt upp störfum hjá Konunglega kvikmyndafélaginu í vikunni. Lífið heyrði í henni og spurði hana spjörunum úr. 

Nafn?
 Unnur Eggertsdóttir.

Aldur? 21 árs.

Starf? Dagskrárgerðarkona, danskennari og Solla stirða. Svo syng ég stundum fyrir pening. Ég kann líka að baka brauð.

Maki? Já, takk. Hann þarf að kunna að elda og horfa á mig dansa. Og hlusta á mig syngja. Og elska mig. Eðlilega.

Stjörnumerki? Krabbi. Tengi samt bara við hann þegar ég les stjörnuspána hennar Siggu Kling. Og rétt fyrir jólin þegar mikið liggur við.

Uppáhaldsstaður? Alveg sama hvar, svo lengi sem það er sól, tónlist og gott fólk.

Hreyfing? Dans (bæði í Dansstudio World Class og B5) og hot jóga.

Uppáhaldsfatahönnuður? Ég hef vandræðalega lítið vit á svona. Er JÖR ekki svo heitur núna?

Uppáhaldsbíómynd? Forrest Gump og Love Actually (hún er svo miklu meira en bara jólamynd).






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.