Lífið

„Ég er að springa úr stolti“

Gunnar Leó Pálsson skrifar
Katrín Edda Þorsteinsdóttir er sáttur sigurvegari.
Katrín Edda Þorsteinsdóttir er sáttur sigurvegari. Mynd/Einkasafn
Módelfitness-keppandinn Katrín Edda Þorsteinsdóttir gerði sér lítið fyrir og sigraði í fitnessmótinu Austrian Championship, sem fram fór í Austurríki á dögunum. Mótið er stórt og sigurinn því sérstaklega sætur.

„Ég er að springa úr stolti, hún á eftir að ná langt í sportinu ef hún heldur áfram á þessari braut,“ segir Konráð Valur Gíslason, þjálfari Katrínar Eddu.

Hún sigraði ekki aðeins í sínum hæðarflokki, því hún var einnig heildarsigurvegari á mótinu. Eftir mótið í Austurríki hélt hún af stað til Ungverjalands og keppir þar á öðru móti sem heitir Hungarian Cup.

Katrín Edda, sem búsett er í Þýskalandi, varð í öðru sæti á Íslandsmótinu í módelfitness sem fram fór í Háskólabíói 18. apríl.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.