Leiguverð hefur hækkað um 8,2 prósent að jafnaði Brjánn Jónasson skrifar 28. apríl 2014 07:00 Leiguverð á tveggja herbergja íbúðum í Breiðholti hefur hækkað um 29 prósent á einu ári miðað við samanburð á nýjum leigusamningum. Fréttablaðið/GVA Leiguverð á íbúðarhúsnæði hefur hækkað um að meðaltali 8,2 prósent síðustu tólf mánuði, samkvæmt Þjóðskrá Íslands. Hækkunin er langt umfram 2,2 prósenta verðbólgu síðustu tólf mánuði. Þetta má lesa úr samantekt Þjóðskrár á leiguverði í nýjum leigusamningum sem þinglýst var í mars síðastliðnum og samanburði við sams konar samantekt í mars í fyrra. „Okkar félagsmenn eru að finna fyrir þessum hækkunum,“ segir Jóhann Már Sigurbjörnsson, formaður Samtaka leigjenda á Íslandi. Hann segir stjórnvöld hafa stutt við fasteignaeigendur með sérstökum vaxtabótum frá árinu 2009 en leigjendur hafi setið eftir. „Ef leiguverðið á að vera svona hátt áfram þurfa leigjendur að fá meiri stuðning til að ná endum saman,“ segir Jóhann. Þegar leigusamningarnir eru skoðaðir eftir svæðum og stærð íbúða má sjá að hækkunin er afar misjöfn, og í einhverjum tilvikum hefur leigan lækkað. Hækkunin er mest á tveggja herbergja íbúðum í Breiðholti. Meðalverð á fermetra á nýjum leigusamningum í mars síðastliðnum var 29 prósentum hærra en á nýjum samningum í mars í fyrra. Leiguverð fyrir tveggja herbergja íbúðir í Kópavogi hefur einnig hækkað verulega, um 21 prósent milli ára. Fermetraverðið í nýjum leigusamningum er hæst á stúdíóíbúðum í Reykjavík á milli Kringlumýrarbrautar og Reykjanesbrautar. Á þessu svæði kostar fermetrinn um 2.274 krónur. Verðið er litlu lægra í Reykjavík vestan Kringlumýrarbrautar, 2.247 krónur. Leiguverðið er almennt hæst miðsvæðis í Reykjavík, en lækkar talsvert því lengra sem farið er frá dýrasta svæðinu. Jóhann segir leiguverðið orðið þannig miðsvæðis í Reykjavík að fólk sé farið að halda sig frá miðbænum. „Verðið sem er í gangi þar er ekkert fyrir hinn venjulega meðaljón. Menn leita frekar í úthverfin þar sem leigan er há, en þó lægri en í og við miðborgina.“ Samtök leigjenda á Íslandi gagnrýna stjórnvöld harðlega fyrir áform um niðurfellingu á hluta höfuðstóls fasteignalána, og segja ekki komið til móts við leigjendur. „Við köllum einfaldlega eftir því að jafnræðis sé gætt í þessum málum,“ segir Jóhann. Hann bendir á að margir hafi kosið að vera frekar á leigumarkaði en að kaupa fasteign í aðdraganda hrunsins þar sem þeir hafi óttast áhrif verðtryggingarinnar. Nú séu þeir verðlaunaðir sem hafi tekið áhættu, en þeir sem hafi farið varlega sitji eftir með sífellt hækkandi leiguverð. Jóhann segir einu úrræði stjórnvalda sem geti nýst leigjendum þau að safna fyrir útborgun með séreignarsparnaði. Til að ná að safna hámarksupphæð, 1,5 milljónum á þremur árum, þurfi mánaðarlaunin að vera nærri 600 þúsund, og minnihluti þjóðarinnar sé með slíkar tekjur. Hann bendir á að 1,5 milljónir hrökkvi skammt við kaup á íbúð. Reikna megi með því að þurfa að eiga rúmar fjórar milljónir til að kaupa tveggja herbergja íbúð. Þá sé ekki tiltekið í frumvarpi stjórnvalda hvað verði um þann sparnað sem ekki sé hægt að nýta til fasteignakaupa. Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sjá meira
Leiguverð á íbúðarhúsnæði hefur hækkað um að meðaltali 8,2 prósent síðustu tólf mánuði, samkvæmt Þjóðskrá Íslands. Hækkunin er langt umfram 2,2 prósenta verðbólgu síðustu tólf mánuði. Þetta má lesa úr samantekt Þjóðskrár á leiguverði í nýjum leigusamningum sem þinglýst var í mars síðastliðnum og samanburði við sams konar samantekt í mars í fyrra. „Okkar félagsmenn eru að finna fyrir þessum hækkunum,“ segir Jóhann Már Sigurbjörnsson, formaður Samtaka leigjenda á Íslandi. Hann segir stjórnvöld hafa stutt við fasteignaeigendur með sérstökum vaxtabótum frá árinu 2009 en leigjendur hafi setið eftir. „Ef leiguverðið á að vera svona hátt áfram þurfa leigjendur að fá meiri stuðning til að ná endum saman,“ segir Jóhann. Þegar leigusamningarnir eru skoðaðir eftir svæðum og stærð íbúða má sjá að hækkunin er afar misjöfn, og í einhverjum tilvikum hefur leigan lækkað. Hækkunin er mest á tveggja herbergja íbúðum í Breiðholti. Meðalverð á fermetra á nýjum leigusamningum í mars síðastliðnum var 29 prósentum hærra en á nýjum samningum í mars í fyrra. Leiguverð fyrir tveggja herbergja íbúðir í Kópavogi hefur einnig hækkað verulega, um 21 prósent milli ára. Fermetraverðið í nýjum leigusamningum er hæst á stúdíóíbúðum í Reykjavík á milli Kringlumýrarbrautar og Reykjanesbrautar. Á þessu svæði kostar fermetrinn um 2.274 krónur. Verðið er litlu lægra í Reykjavík vestan Kringlumýrarbrautar, 2.247 krónur. Leiguverðið er almennt hæst miðsvæðis í Reykjavík, en lækkar talsvert því lengra sem farið er frá dýrasta svæðinu. Jóhann segir leiguverðið orðið þannig miðsvæðis í Reykjavík að fólk sé farið að halda sig frá miðbænum. „Verðið sem er í gangi þar er ekkert fyrir hinn venjulega meðaljón. Menn leita frekar í úthverfin þar sem leigan er há, en þó lægri en í og við miðborgina.“ Samtök leigjenda á Íslandi gagnrýna stjórnvöld harðlega fyrir áform um niðurfellingu á hluta höfuðstóls fasteignalána, og segja ekki komið til móts við leigjendur. „Við köllum einfaldlega eftir því að jafnræðis sé gætt í þessum málum,“ segir Jóhann. Hann bendir á að margir hafi kosið að vera frekar á leigumarkaði en að kaupa fasteign í aðdraganda hrunsins þar sem þeir hafi óttast áhrif verðtryggingarinnar. Nú séu þeir verðlaunaðir sem hafi tekið áhættu, en þeir sem hafi farið varlega sitji eftir með sífellt hækkandi leiguverð. Jóhann segir einu úrræði stjórnvalda sem geti nýst leigjendum þau að safna fyrir útborgun með séreignarsparnaði. Til að ná að safna hámarksupphæð, 1,5 milljónum á þremur árum, þurfi mánaðarlaunin að vera nærri 600 þúsund, og minnihluti þjóðarinnar sé með slíkar tekjur. Hann bendir á að 1,5 milljónir hrökkvi skammt við kaup á íbúð. Reikna megi með því að þurfa að eiga rúmar fjórar milljónir til að kaupa tveggja herbergja íbúð. Þá sé ekki tiltekið í frumvarpi stjórnvalda hvað verði um þann sparnað sem ekki sé hægt að nýta til fasteignakaupa.
Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sjá meira