Innlent

Samtök um húsakost Landspítalans

Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar
Hugmyndir hópsins eru að leitað verði allra mögulegra leiða við fjármögnun og framkvæmd endurnýjunar Landspítala.
Hugmyndir hópsins eru að leitað verði allra mögulegra leiða við fjármögnun og framkvæmd endurnýjunar Landspítala. vísir/gva
Hópur manna úr ýmsum stéttum hefur að undanförnu unnið að stofnun landssamtaka sem vinna skulu að nýbyggingu og endurnýjun Landspítala, þannig að húsakostur og umhverfi sjúklinga og aðstaða starfsfólks þjóni nútímaþörfum.

Samtökin vinna undir kjörorðinu „Spítalinn okkar“ og verður stofnfundur haldinn 9. apríl þar sem kosið verður í sjö manna stjórn.

Í tilkynningu frá undirbúningshópi kemur fram að hópnum sé ljóst að vinda þurfi bráðan bug að úrbótum í húsnæðismálum spítalans samkvæmt fyrirliggjandi áætlunum. Forhönnun nýbygginga spítalans liggi fyrir og mikilvægt sé að halda áfram þeirri vinnu sem sé komin vel á veg. Þörfin fyrir nýtt og betra húsnæði aukist mjög á allra næstu árum vegna öldrunar þjóðarinnar og nýrra möguleika á sviði læknavísindanna.

Hugmyndir hópsins eru að leitað verði allra mögulegra leiða við fjármögnun og framkvæmd verkefnisins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×