Innlent

Gosminjasafn undir kostnaðaráætlun

Garðar Örn Úlfarsson skrifar
Mikið gekk á í Heimaey árið 1973.
Mikið gekk á í Heimaey árið 1973. Fréttablaðið/GVA
Þótt áætlaður kostnaður við gosminjasafnið Eldheima í Vestmannaeyjum stefni nú í að verða 902 milljónir króna miðað við upphaflega áætlun upp á 565 milljónr verður kostnaðurinn samt minni en gert var ráð fyrir. Ástæðan er verk sem bætt var við.

Ólafur Þór Snorrason, framkvæmdastjóri hjá Vestmannaeyjabæ, fór yfir lykiltölur vegna Eldheima á síðasta fundi bæjarráðs. Ólafur sagði að upphaflega hafi verið rætt um að kostnaður við 1600 fermetra sýningaskála gæti orðið 565 milljónir án alls annars kostnaðar svo sem við sýningu, lóð, tæknrými, frágang innanhúss og fleira. Síðar hafi verið ákveðið að stefna að 2000 fermetra byggingu.

Að sögn Ólafs var áætlað að með stækkuninni myndu Eldheimar kosta 847 milljónir þegar búið væri að draga frá er 55 milljóna virðisaukaskatt. Þannig verði verkið 43 milljónum undir 890 milljóna króna kostnaðaráætlun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×