Innlent

Bæjarfulltrúar í erfiðri stöðu

Freyr Bjarnason skrifar
Ármann Kr. Einarsson í pontu á bæjarstjórnarfundinum á miðvikudaginn.
Ármann Kr. Einarsson í pontu á bæjarstjórnarfundinum á miðvikudaginn. Fréttablaðið/Stefán
Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri Kópavogs, setti spurningamerki við tímasetningu tillögu Ómars Stefánsson, bæjarfulltrúa Framsóknarflokks í fyrradag um að starf bæjarfulltrúa verði fullt starf. Ármann taldi hana ekki við hæfi vegna þeirra kjaradeilna sem nú eru í gangi á milli kennara og ríkisins.

Ármann bætti við að hann teldi ekki rétt að bæjarfulltrúar skuli sjálfir ákveða launin sín. „Ég hef lagt til að það verði gert á öðrum vettvangi, jafnvel með tengingu til Sambands íslenskra sveitarfélaga. Það er ómöguleg staða að við séum að ákveða launin okkar. Við erum sett í erfiða stöðu,“ sagði Ármann.

Umræður sköpuðust um mikla launahækkun bæjarfulltrúa ef starfið færi úr 27 prósentum í 100 prósent, ef miðað yrði við þingfarakaup eins og kom fram í fyrri tillögu Ómars. Hún var ekki lögð fram í bæjarráði. „Hins vegar hefur þingfarakaup verið notað til viðmiðunar mjög víða,“ sagði Ármann.

„Það sem er gott við það er að kjaradómur ákveður þóknunina. Þá þarf bæjarstjórnin ekkert að fjalla um neitt slíkt. Það er dálítið sérstakt að taka mið af kennaralaunum því við erum þátttakendur í þeim kjaraviðræðum.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×