Innlent

Bein kosning borgarstjóra

Freyr Bjarnason skrifar
Halldór Auðar Svansson er formaður Pírata í Reykjavík.
Halldór Auðar Svansson er formaður Pírata í Reykjavík.
Samþykkt hefur verið innan félags Pírata í Reykjavík grunnstefna stjórnsýslu og lýðræðis, sem er byggð á sameiginlegri stefnu félagsins um stjórnsýslu á sveitarstjórnarstigi.

Tillagan er í sjö liðum. Í þeim fyrsta segir að eðlilegast sé að borgarstjóri verði kosinn í beinni kosningu af borgarbúum. Þess vegna skuli hann á næsta kjörtímabili verða ráðinn til tveggja ára til að byrja með.

Í tilkynningu frá Pírötum segir að málavinna í öðrum flokkum sé á fullum skriði og búast megi við að öll helstu stefnumál liggi fyrir formlega um miðjan apríl.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×