Innlent

Nokkur rými í stað Vínbúðar

Freyr Bjarnason skrifar
Vínbúðin er komin á nýjan stað í Hafnarfirði.
Vínbúðin er komin á nýjan stað í Hafnarfirði.
Verslunarhúsnæðinu í Firðinum í Hafnarfirði, þaðan sem Vínbúðin var flutt á brott á mánudag, verður skipt upp í þrjú til fjögur rými sem verða boðin til leigu. Þetta segir Albert Már Steingrímsson, framkvæmdastjóri verslunarmiðstöðvarinnar, aðspurður. Heildarstærð rýmisins er yfir 300 fermetrar.



Hann segist ekki vita hvenær nýjar verslanir geta flutt inn. „Þeir [Vínbúðin] eiga leigu í smátíma enn þá. Það fer eftir því hvenær þeir tæma endanlega en þetta er tilbúið til skoðunar fyrir hvern sem er.“

Vínbúðin hafði verið í Firðinum frá því miðstöðin var opnuð fyrir tuttugu árum en er nú flutt í Helluhraun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×