Innlent

Pantaði fíkniefni og skaut dópsalann

Snærós Sindradóttir skrifar
Vitni bera að maðurinn hafi haft í fórum sínum svarta skammbyssu áþekka þessari.
Vitni bera að maðurinn hafi haft í fórum sínum svarta skammbyssu áþekka þessari. Mynd/Getty
Hæstiréttur staðfesti á mánudag gæsluvarðhaldsúrskurð yfir manni sem grunaður er um skotárás, líkamsárás og þjófnaði.

Þann 10. janúar síðastliðinn leitaði maður á slysadeild með skotsár í andliti eftir loftbyssu. Hringt hafði verið í hann um nóttina í þeim tilgangi að kaupa af honum fíkniefni en þegar á staðinn var komið var maðurinn skotinn í andlitið með loftbyssu og því næst gengið í skrokk á honum.

Lögregla hringdi til baka í það númer sem hringt hafði verið úr til að kaupa fíkniefnin og þá svaraði hinn grunaði. Hann neitar sök í málinu.

Maðurinn var aftur handtekinn að morgni þriðjudagsins 18. mars. Þá var hann í félagi við annan mann að elta þann þriðja með hafnaboltakylfu.

Sá sem varð fyrir líkamsárásinni sagðist hafa verið sleginn tvisvar í andlitið af manninum sem nú situr í gæsluvarðhaldi.

Maðurinn er jafnframt grunaður um fjóra þjófnaði, meðal annars á fartölvum, bíllyklum og ávísanahefti. Hann á að baki langan brotaferil sem nær til ársins 2006. Hann á nú að sitja í gæsluvarðhaldi til 16. apríl.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×