„Ég slapp ómeiddur og örlítið niðurlægður“ Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 15. mars 2014 09:00 Stefán Karl stígur aftur á sviðið í kvöld, hvergi banginn. „Ég festist í flugsysteminu í Þjóðleikhúsinu. Ég er svo sem ekki fyrsti leikarinn til að lenda í því. Amma mús hefur átt í pínulitlum erfiðleikum með þetta í Dýrunum í Hálsaskógi,“ segir leikarinn Stefán Karl Stefánsson. Hann lenti í því að festast í flugkerfi leikhússins í miðri sýningu á Spamalot í senu þar sem hann flýgur inn á sviðið sem galdrakarlinn Tumi. „Senan á að vera vandræðaleg frá hendi höfundarins en hún varð raunverulega vandræðaleg og hættuleg á köflum,“ segir Stefán Karl með bros á vör. „Vírar sem toga mig inn og út af sviðinu festust þannig að í fyrsta lagi komst ég ekki inn á sviðið. Síðan þegar ég loksins komst inn á sviðið rauk ég upp í loft og út aftur. Ég sveiflaðist utan í leikmyndina, upp og niður, hægri og vinstri og snerist allur í vírunum,“ bætir hann við. Meðleikarar hans á sviðinu skemmtu sér konunglega yfir þessum spaugilegu hrakförum hans. „Senan á að vera tvær til þrjár mínútur en endaði miklu lengri og því þurfti ég að fylla uppí götin með skellihlæjandi leikara á sviðinu. Ég efast um að þeir hafi heyrt það sem ég sagði, þeir hlógu svo mikið. Maður reynir alltaf eins langt og það nær að redda hlutunum en ég var hálf hjálparlaus, hangandi í tveimur línum og komst hvorki lönd né strönd.“ Spamalot hefur vakið lukku meðal íslenskra leikhúsgesta og er nóg af sýningum eftir. Stefán Karl er hvergi banginn og flýgur óhræddur á sviðið í kvöld. „Ég slapp ómeiddur og örlítið niðurlægður. Þetta var mjög skemmtilegt og áhorfendur vældu úr hlátri. Það þýðir ekkert að vera lofthræddur og ég fæ nóg af tækifærum til að leika senuna eins og hún á að vera í nánustu framtíð.“ Mest lesið „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Lífið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna Lífið Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Lífið Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Lífið Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Lífið „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni Lífið Fleiri fréttir Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Sjá meira
„Ég festist í flugsysteminu í Þjóðleikhúsinu. Ég er svo sem ekki fyrsti leikarinn til að lenda í því. Amma mús hefur átt í pínulitlum erfiðleikum með þetta í Dýrunum í Hálsaskógi,“ segir leikarinn Stefán Karl Stefánsson. Hann lenti í því að festast í flugkerfi leikhússins í miðri sýningu á Spamalot í senu þar sem hann flýgur inn á sviðið sem galdrakarlinn Tumi. „Senan á að vera vandræðaleg frá hendi höfundarins en hún varð raunverulega vandræðaleg og hættuleg á köflum,“ segir Stefán Karl með bros á vör. „Vírar sem toga mig inn og út af sviðinu festust þannig að í fyrsta lagi komst ég ekki inn á sviðið. Síðan þegar ég loksins komst inn á sviðið rauk ég upp í loft og út aftur. Ég sveiflaðist utan í leikmyndina, upp og niður, hægri og vinstri og snerist allur í vírunum,“ bætir hann við. Meðleikarar hans á sviðinu skemmtu sér konunglega yfir þessum spaugilegu hrakförum hans. „Senan á að vera tvær til þrjár mínútur en endaði miklu lengri og því þurfti ég að fylla uppí götin með skellihlæjandi leikara á sviðinu. Ég efast um að þeir hafi heyrt það sem ég sagði, þeir hlógu svo mikið. Maður reynir alltaf eins langt og það nær að redda hlutunum en ég var hálf hjálparlaus, hangandi í tveimur línum og komst hvorki lönd né strönd.“ Spamalot hefur vakið lukku meðal íslenskra leikhúsgesta og er nóg af sýningum eftir. Stefán Karl er hvergi banginn og flýgur óhræddur á sviðið í kvöld. „Ég slapp ómeiddur og örlítið niðurlægður. Þetta var mjög skemmtilegt og áhorfendur vældu úr hlátri. Það þýðir ekkert að vera lofthræddur og ég fæ nóg af tækifærum til að leika senuna eins og hún á að vera í nánustu framtíð.“
Mest lesið „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Lífið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna Lífið Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Lífið Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Lífið Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Lífið „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni Lífið Fleiri fréttir Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Sjá meira