Einar: Þetta snýst ekki um hvort HSÍ hafi efni á Aroni Henry Birgir Gunnarsson skrifar 11. mars 2014 07:30 Einar Þorvarðarson segir að HSÍ hafi efni á þjálfara í fullu starfi en geti ekki boðið sömu laun og félög úti í Evrópu. Vísir/Stefán Landsliðsþjálfarinn Aron Kristjánsson er að gera frábæra hluti með danska liðið Kolding. Liðið hefur unnið alla níu leiki sína undir hans stjórn og tryggði sér bikarmeistaratitilinn um síðustu helgi. Félagið vill endilega semja til lengra tíma við Aron og er það mál nú í skoðun en hann er með samning út tímabilið við Kolding. Er Aron samdi við HSÍ í ágúst árið 2012 var í fyrsta skipti í langan tíma ráðinn landsliðsþjálfari í fullt starf. Metnaðarfull ráðning og átti Aron að koma að uppbyggingu handboltans á ýmsum sviðum samhliða landsliðsþjálfarastarfinu.Kolding vill halda Aroni Fari svo að hann semji til lengri tíma við Kolding verður ekkert framhald á því starfi þó svo hann muni örugglega halda áfram með landsliðið enda með samning við HSÍ fram á sumar árið 2015. Aron sagði við danska miðilinn Ekstrabladet um helgina að HSÍ hefði ekki fjármagnið til þess að vera með landsliðsþjálfara í fullu starfi og því væri gott fyrir hann að þjálfa félagslið samhliða landsliðsþjálfarastarfinu. „Hann fékk leyfi til þess að taka þetta verkefni að sér fram á sumar og það hefur ekkert að gera með að HSÍ hafi ekki bolmagn til þess að vera með þjálfara í fullu starfi,“ segir Einar Þorvarðarson, framkvæmdastjóri HSÍ. „Við höfum verið að skipuleggja starfið hjá yngri landsliðunum með Aroni og fleirum. Það mál er allt í góðu ferli. Við höfum haft efni á því að vera með mann í fullu starfi og það hefur ekkert breyst. Það virðist samt vera þannig að þegar menn byrja með íslenska landsliðið þá eru þeir komnir mjög fljótlega til útlanda. Það er ljóst að við erum ekki samkeppnishæfir við laun sem eru í boði erlendis. Þetta snýst ekki um hvort HSÍ hafi efni á Aroni. Þetta snýst allt um verðmiðann, hvernig hann myndi líta út og svo framvegis.“ Aron búinn að gera margt HSÍ er vant því að vera með landsliðsþjálfara í hlutastarfi en stefnir HSÍ aftur í þá átt? „Við teljum okkur hafa verið með mikinn kraft í starfinu. Það er búið að skipuleggja og kominn rammi á starfið hjá yngri landsliðunum sem við vorum að leitast eftir að breyta. Þessi umræða er ekki hafin en við förum væntanlega í hana í framhaldinu,“ segir Einar og bætir við að staðan á vinnunni hans Arons fyrir HSÍ hafi verið komin í þannig ferli að sambandið gat leyft honum að fara út til Danmerkur. Íslenski handboltinn Handbolti Mest lesið Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið Enski boltinn Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Enski boltinn Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Körfubolti Fagna nýjum samningi við Díönu rétt fyrir HM Handbolti Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Körfubolti United afþakkaði glórulausa gjöf Gueye Enski boltinn Ísland vann riðilinn í Búlgaríu með yfirburðum Fótbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Fyrsti Futsal-landsleikur Íslands í beinni á Haukar TV Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fagna nýjum samningi við Díönu rétt fyrir HM „Búið að vera stórt markmið hjá mér“ Alexandra kölluð inn í HM-hópinn Íslendingaliðið heldur í við toppliðið eftir risasigur Orri skoraði sex í stórsigri Haukur bjó til tíu mörk í hörkuleik á móti meisturunum Fæstir mæta á heimaleiki Íslandsmeistaranna en flestir í KA-húsið Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Magdeburg fékk fimmtán mörk frá Íslendingunum Óðinn markahæstur og fullkomin byrjun Kadetten hélt áfram Allt í miklum blóma á Hlíðarenda síðan Arnór Snær kom heim Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Þarf að græja pössun Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK Sjá meira
Landsliðsþjálfarinn Aron Kristjánsson er að gera frábæra hluti með danska liðið Kolding. Liðið hefur unnið alla níu leiki sína undir hans stjórn og tryggði sér bikarmeistaratitilinn um síðustu helgi. Félagið vill endilega semja til lengra tíma við Aron og er það mál nú í skoðun en hann er með samning út tímabilið við Kolding. Er Aron samdi við HSÍ í ágúst árið 2012 var í fyrsta skipti í langan tíma ráðinn landsliðsþjálfari í fullt starf. Metnaðarfull ráðning og átti Aron að koma að uppbyggingu handboltans á ýmsum sviðum samhliða landsliðsþjálfarastarfinu.Kolding vill halda Aroni Fari svo að hann semji til lengri tíma við Kolding verður ekkert framhald á því starfi þó svo hann muni örugglega halda áfram með landsliðið enda með samning við HSÍ fram á sumar árið 2015. Aron sagði við danska miðilinn Ekstrabladet um helgina að HSÍ hefði ekki fjármagnið til þess að vera með landsliðsþjálfara í fullu starfi og því væri gott fyrir hann að þjálfa félagslið samhliða landsliðsþjálfarastarfinu. „Hann fékk leyfi til þess að taka þetta verkefni að sér fram á sumar og það hefur ekkert að gera með að HSÍ hafi ekki bolmagn til þess að vera með þjálfara í fullu starfi,“ segir Einar Þorvarðarson, framkvæmdastjóri HSÍ. „Við höfum verið að skipuleggja starfið hjá yngri landsliðunum með Aroni og fleirum. Það mál er allt í góðu ferli. Við höfum haft efni á því að vera með mann í fullu starfi og það hefur ekkert breyst. Það virðist samt vera þannig að þegar menn byrja með íslenska landsliðið þá eru þeir komnir mjög fljótlega til útlanda. Það er ljóst að við erum ekki samkeppnishæfir við laun sem eru í boði erlendis. Þetta snýst ekki um hvort HSÍ hafi efni á Aroni. Þetta snýst allt um verðmiðann, hvernig hann myndi líta út og svo framvegis.“ Aron búinn að gera margt HSÍ er vant því að vera með landsliðsþjálfara í hlutastarfi en stefnir HSÍ aftur í þá átt? „Við teljum okkur hafa verið með mikinn kraft í starfinu. Það er búið að skipuleggja og kominn rammi á starfið hjá yngri landsliðunum sem við vorum að leitast eftir að breyta. Þessi umræða er ekki hafin en við förum væntanlega í hana í framhaldinu,“ segir Einar og bætir við að staðan á vinnunni hans Arons fyrir HSÍ hafi verið komin í þannig ferli að sambandið gat leyft honum að fara út til Danmerkur.
Íslenski handboltinn Handbolti Mest lesið Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið Enski boltinn Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Enski boltinn Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Körfubolti Fagna nýjum samningi við Díönu rétt fyrir HM Handbolti Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Körfubolti United afþakkaði glórulausa gjöf Gueye Enski boltinn Ísland vann riðilinn í Búlgaríu með yfirburðum Fótbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Fyrsti Futsal-landsleikur Íslands í beinni á Haukar TV Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fagna nýjum samningi við Díönu rétt fyrir HM „Búið að vera stórt markmið hjá mér“ Alexandra kölluð inn í HM-hópinn Íslendingaliðið heldur í við toppliðið eftir risasigur Orri skoraði sex í stórsigri Haukur bjó til tíu mörk í hörkuleik á móti meisturunum Fæstir mæta á heimaleiki Íslandsmeistaranna en flestir í KA-húsið Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Magdeburg fékk fimmtán mörk frá Íslendingunum Óðinn markahæstur og fullkomin byrjun Kadetten hélt áfram Allt í miklum blóma á Hlíðarenda síðan Arnór Snær kom heim Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Þarf að græja pössun Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK Sjá meira