Einar: Þetta snýst ekki um hvort HSÍ hafi efni á Aroni Henry Birgir Gunnarsson skrifar 11. mars 2014 07:30 Einar Þorvarðarson segir að HSÍ hafi efni á þjálfara í fullu starfi en geti ekki boðið sömu laun og félög úti í Evrópu. Vísir/Stefán Landsliðsþjálfarinn Aron Kristjánsson er að gera frábæra hluti með danska liðið Kolding. Liðið hefur unnið alla níu leiki sína undir hans stjórn og tryggði sér bikarmeistaratitilinn um síðustu helgi. Félagið vill endilega semja til lengra tíma við Aron og er það mál nú í skoðun en hann er með samning út tímabilið við Kolding. Er Aron samdi við HSÍ í ágúst árið 2012 var í fyrsta skipti í langan tíma ráðinn landsliðsþjálfari í fullt starf. Metnaðarfull ráðning og átti Aron að koma að uppbyggingu handboltans á ýmsum sviðum samhliða landsliðsþjálfarastarfinu.Kolding vill halda Aroni Fari svo að hann semji til lengri tíma við Kolding verður ekkert framhald á því starfi þó svo hann muni örugglega halda áfram með landsliðið enda með samning við HSÍ fram á sumar árið 2015. Aron sagði við danska miðilinn Ekstrabladet um helgina að HSÍ hefði ekki fjármagnið til þess að vera með landsliðsþjálfara í fullu starfi og því væri gott fyrir hann að þjálfa félagslið samhliða landsliðsþjálfarastarfinu. „Hann fékk leyfi til þess að taka þetta verkefni að sér fram á sumar og það hefur ekkert að gera með að HSÍ hafi ekki bolmagn til þess að vera með þjálfara í fullu starfi,“ segir Einar Þorvarðarson, framkvæmdastjóri HSÍ. „Við höfum verið að skipuleggja starfið hjá yngri landsliðunum með Aroni og fleirum. Það mál er allt í góðu ferli. Við höfum haft efni á því að vera með mann í fullu starfi og það hefur ekkert breyst. Það virðist samt vera þannig að þegar menn byrja með íslenska landsliðið þá eru þeir komnir mjög fljótlega til útlanda. Það er ljóst að við erum ekki samkeppnishæfir við laun sem eru í boði erlendis. Þetta snýst ekki um hvort HSÍ hafi efni á Aroni. Þetta snýst allt um verðmiðann, hvernig hann myndi líta út og svo framvegis.“ Aron búinn að gera margt HSÍ er vant því að vera með landsliðsþjálfara í hlutastarfi en stefnir HSÍ aftur í þá átt? „Við teljum okkur hafa verið með mikinn kraft í starfinu. Það er búið að skipuleggja og kominn rammi á starfið hjá yngri landsliðunum sem við vorum að leitast eftir að breyta. Þessi umræða er ekki hafin en við förum væntanlega í hana í framhaldinu,“ segir Einar og bætir við að staðan á vinnunni hans Arons fyrir HSÍ hafi verið komin í þannig ferli að sambandið gat leyft honum að fara út til Danmerkur. Íslenski handboltinn Handbolti Mest lesið Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Handbolti Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Handbolti „Núna er allt betra“ Handbolti Færeyingar úr leik og Danir stigalausir í milliriðil Handbolti Uppgjörið: Ísland - Ungverjaland 24-23 | Ísland fer með tvö stig í millirðil Sport „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ Handbolti „Ég hef prófað þetta og þetta virkar“ Handbolti Fleiri fréttir EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Vitum ekki um tvo fyrstu mótherjana fyrr en annað kvöld Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð „Núna er allt betra“ Logi Geirs hefði verið sáttur með svona „hárgreiðsluskot“ „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ „Ég hef prófað þetta og þetta virkar“ „Bara vá, ég er svo glaður“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Tölfræðin á móti Ungverjum: Viktor lokaði í átta mínútur þegar ekkert gekk Færeyingar úr leik og Danir stigalausir í milliriðil Svartfellingar hjálpuðu alls ekki Færeyingum Kemst loksins á leik og styður Ísland til sigurs Mikil trú á íslenskum sigri meðal stuðningsmanna Íslands Viktor Gísli líka frábær í Fantasy Utan vallar: Ég get ekki meir „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ „Sáru töpin sitja í okkur“ „Örugglega orðinn hundleiður á umræðunni“ „Það er mjög slæm minning“ Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða „Það trompast allt þarna“ Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Dagur fagnaði sigri á móti Faxa EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði „Lífshættulegt“ gólf losnaði í einni af EM-höllunum Einar í ræktina en fær ekki að æfa með hópnum Sjá meira
Landsliðsþjálfarinn Aron Kristjánsson er að gera frábæra hluti með danska liðið Kolding. Liðið hefur unnið alla níu leiki sína undir hans stjórn og tryggði sér bikarmeistaratitilinn um síðustu helgi. Félagið vill endilega semja til lengra tíma við Aron og er það mál nú í skoðun en hann er með samning út tímabilið við Kolding. Er Aron samdi við HSÍ í ágúst árið 2012 var í fyrsta skipti í langan tíma ráðinn landsliðsþjálfari í fullt starf. Metnaðarfull ráðning og átti Aron að koma að uppbyggingu handboltans á ýmsum sviðum samhliða landsliðsþjálfarastarfinu.Kolding vill halda Aroni Fari svo að hann semji til lengri tíma við Kolding verður ekkert framhald á því starfi þó svo hann muni örugglega halda áfram með landsliðið enda með samning við HSÍ fram á sumar árið 2015. Aron sagði við danska miðilinn Ekstrabladet um helgina að HSÍ hefði ekki fjármagnið til þess að vera með landsliðsþjálfara í fullu starfi og því væri gott fyrir hann að þjálfa félagslið samhliða landsliðsþjálfarastarfinu. „Hann fékk leyfi til þess að taka þetta verkefni að sér fram á sumar og það hefur ekkert að gera með að HSÍ hafi ekki bolmagn til þess að vera með þjálfara í fullu starfi,“ segir Einar Þorvarðarson, framkvæmdastjóri HSÍ. „Við höfum verið að skipuleggja starfið hjá yngri landsliðunum með Aroni og fleirum. Það mál er allt í góðu ferli. Við höfum haft efni á því að vera með mann í fullu starfi og það hefur ekkert breyst. Það virðist samt vera þannig að þegar menn byrja með íslenska landsliðið þá eru þeir komnir mjög fljótlega til útlanda. Það er ljóst að við erum ekki samkeppnishæfir við laun sem eru í boði erlendis. Þetta snýst ekki um hvort HSÍ hafi efni á Aroni. Þetta snýst allt um verðmiðann, hvernig hann myndi líta út og svo framvegis.“ Aron búinn að gera margt HSÍ er vant því að vera með landsliðsþjálfara í hlutastarfi en stefnir HSÍ aftur í þá átt? „Við teljum okkur hafa verið með mikinn kraft í starfinu. Það er búið að skipuleggja og kominn rammi á starfið hjá yngri landsliðunum sem við vorum að leitast eftir að breyta. Þessi umræða er ekki hafin en við förum væntanlega í hana í framhaldinu,“ segir Einar og bætir við að staðan á vinnunni hans Arons fyrir HSÍ hafi verið komin í þannig ferli að sambandið gat leyft honum að fara út til Danmerkur.
Íslenski handboltinn Handbolti Mest lesið Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Handbolti Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Handbolti „Núna er allt betra“ Handbolti Færeyingar úr leik og Danir stigalausir í milliriðil Handbolti Uppgjörið: Ísland - Ungverjaland 24-23 | Ísland fer með tvö stig í millirðil Sport „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ Handbolti „Ég hef prófað þetta og þetta virkar“ Handbolti Fleiri fréttir EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Vitum ekki um tvo fyrstu mótherjana fyrr en annað kvöld Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð „Núna er allt betra“ Logi Geirs hefði verið sáttur með svona „hárgreiðsluskot“ „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ „Ég hef prófað þetta og þetta virkar“ „Bara vá, ég er svo glaður“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Tölfræðin á móti Ungverjum: Viktor lokaði í átta mínútur þegar ekkert gekk Færeyingar úr leik og Danir stigalausir í milliriðil Svartfellingar hjálpuðu alls ekki Færeyingum Kemst loksins á leik og styður Ísland til sigurs Mikil trú á íslenskum sigri meðal stuðningsmanna Íslands Viktor Gísli líka frábær í Fantasy Utan vallar: Ég get ekki meir „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ „Sáru töpin sitja í okkur“ „Örugglega orðinn hundleiður á umræðunni“ „Það er mjög slæm minning“ Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða „Það trompast allt þarna“ Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Dagur fagnaði sigri á móti Faxa EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði „Lífshættulegt“ gólf losnaði í einni af EM-höllunum Einar í ræktina en fær ekki að æfa með hópnum Sjá meira
Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti
Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti