Undirbúa málshöfðun á hendur Búmönnum Jóhanna Margrét Einarsdóttir skrifar 3. mars 2014 10:30 Búmenn hafa byggt 540 íbúðir á höfuðborgarsvæðinu og á landsbyggðinni. Fréttablaðið/Pjetur Hópur fólks undirbýr málshöfðun á hendur húsnæðissamvinnufélaginu Búmönnum og vill fá búseturétt sinn endurgreiddan. Um er að ræða hóp fólks frá Suðurnesjum og Hveragerði. Húsnæðissamvinnufélagið Búmenn var stofnað 1998. Samkvæmt upphaflegum samþykktum félagsins áttu félagsmenn sem keyptu búseturétt að eiga þess kost að segja upp búseturéttarsamningi með sex mánaða fyrirvara og losna á þann hátt undan samningi og fá greitt til baka það gjald sem þeir lögðu í búseturéttinn. Búmenn ákváðu að afnema kaupskyldu félagsins árið 2007 og félagsmenn segja að frá þeim tíma hafi búseturéttur verið óuppsegjanlegur með öllu. Margir félagar í Búmönnum telja að breytingarnar hafi verið illa kynntar og séu í andstöðu við lög.„Félagið telur sér óskylt að endurgreiða félagsmönnum búseturétt þeirra. Þess í stað er það sett á herðar félagsmanna að selja búseturéttinn á frjálsum markaði,“ segir Hjördís Birna Hjartardóttir, annar af tveimur lögmönnum hópsins. Hún segir að takist fólki ekki að selja búseturéttinn á frjálsum markaði sitji það uppi með búseturéttinn. Margir hafi lent illa í því á landsbyggðinni þar sem lítil sem engin hreyfing er á húsnæðismarkaði. Því sjái fólk ekki annan kost í stöðunni en fara í mál.Daníel Rúnarsson, framkvæmdastjóri Búmanna, segir að þegar kaupskyldan var afnumin 2007 hafi það verið gert að kröfu félagsmanna sem áttu búseturétt í félaginu. Á þeim tíma hafi verð íbúðarhúsnæðis hækkað meira en vísitala neysluverðs og fólk hafi verið ósátt við að fá eingöngu verðbætur ofan á upphaflegt kaupverð búseturéttarins. Breytingin hafi verið í samræmi við lög og samþykktirnar sendar félagsmálaráðuneytinu og ráðuneytið hafi samþykkt breytingarnar. „Markaðsverð á búseturétti er mjög misjafnt eftir sveitarfélögum og jafnvel hverfum. Hátt verð á búseturétti gerir það oft að verkum að enginn sýnir áhuga á viðkomandi íbúð,“ segir Daníel.Ósátt við Búmenn „Í upphafi hélt ég, að ég væri sú eina sem væri óánægð með samskipti mín við Búmenn en nú veit ég að við erum miklu fleiri,“ segir Erna Guðmundsóttir í Hveragerði. Hún keypti búseturétt 2008 og greiddi 4,5 milljónir fyrir. „Árið 2010 var ég orðin ósátt við Búmenn af ýmsum orsökum. Ég hafði samband við félagsmálaráðuneytið og spurði hvort það gæti verið að ég gæti ekki sagt samningnum við Búmenn upp. Ég fékk óformlegt svar um að ég ætti að geta sagt upp,“ segir Erna. Hún sendi Búmönnum skriflega uppsögn á samningnum en ekki var tekið mark á uppsögninni. „Mér var sagt að ég gæti selt búseturéttinn á frjálsum markaði í gegnum Búmenn. En áður en það mætti verða átti ég að greiða þeim 40 þúsund krónur.“ Erna ákvað að hætta að greiða mánaðargjald af íbúðinni 2011 og fékk í kjölfarið innheimtubréf. Síðan hefur ekkert gerst. „Ég var að vona að þeir myndu rifta samningnum við mig en það hafa þeir ekki gert,“ segir Erna og bætir við að hún sjái ekki aðra leið en fara í mál félagið. Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Innlent Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Innlent Fleiri fréttir Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Sjá meira
Hópur fólks undirbýr málshöfðun á hendur húsnæðissamvinnufélaginu Búmönnum og vill fá búseturétt sinn endurgreiddan. Um er að ræða hóp fólks frá Suðurnesjum og Hveragerði. Húsnæðissamvinnufélagið Búmenn var stofnað 1998. Samkvæmt upphaflegum samþykktum félagsins áttu félagsmenn sem keyptu búseturétt að eiga þess kost að segja upp búseturéttarsamningi með sex mánaða fyrirvara og losna á þann hátt undan samningi og fá greitt til baka það gjald sem þeir lögðu í búseturéttinn. Búmenn ákváðu að afnema kaupskyldu félagsins árið 2007 og félagsmenn segja að frá þeim tíma hafi búseturéttur verið óuppsegjanlegur með öllu. Margir félagar í Búmönnum telja að breytingarnar hafi verið illa kynntar og séu í andstöðu við lög.„Félagið telur sér óskylt að endurgreiða félagsmönnum búseturétt þeirra. Þess í stað er það sett á herðar félagsmanna að selja búseturéttinn á frjálsum markaði,“ segir Hjördís Birna Hjartardóttir, annar af tveimur lögmönnum hópsins. Hún segir að takist fólki ekki að selja búseturéttinn á frjálsum markaði sitji það uppi með búseturéttinn. Margir hafi lent illa í því á landsbyggðinni þar sem lítil sem engin hreyfing er á húsnæðismarkaði. Því sjái fólk ekki annan kost í stöðunni en fara í mál.Daníel Rúnarsson, framkvæmdastjóri Búmanna, segir að þegar kaupskyldan var afnumin 2007 hafi það verið gert að kröfu félagsmanna sem áttu búseturétt í félaginu. Á þeim tíma hafi verð íbúðarhúsnæðis hækkað meira en vísitala neysluverðs og fólk hafi verið ósátt við að fá eingöngu verðbætur ofan á upphaflegt kaupverð búseturéttarins. Breytingin hafi verið í samræmi við lög og samþykktirnar sendar félagsmálaráðuneytinu og ráðuneytið hafi samþykkt breytingarnar. „Markaðsverð á búseturétti er mjög misjafnt eftir sveitarfélögum og jafnvel hverfum. Hátt verð á búseturétti gerir það oft að verkum að enginn sýnir áhuga á viðkomandi íbúð,“ segir Daníel.Ósátt við Búmenn „Í upphafi hélt ég, að ég væri sú eina sem væri óánægð með samskipti mín við Búmenn en nú veit ég að við erum miklu fleiri,“ segir Erna Guðmundsóttir í Hveragerði. Hún keypti búseturétt 2008 og greiddi 4,5 milljónir fyrir. „Árið 2010 var ég orðin ósátt við Búmenn af ýmsum orsökum. Ég hafði samband við félagsmálaráðuneytið og spurði hvort það gæti verið að ég gæti ekki sagt samningnum við Búmenn upp. Ég fékk óformlegt svar um að ég ætti að geta sagt upp,“ segir Erna. Hún sendi Búmönnum skriflega uppsögn á samningnum en ekki var tekið mark á uppsögninni. „Mér var sagt að ég gæti selt búseturéttinn á frjálsum markaði í gegnum Búmenn. En áður en það mætti verða átti ég að greiða þeim 40 þúsund krónur.“ Erna ákvað að hætta að greiða mánaðargjald af íbúðinni 2011 og fékk í kjölfarið innheimtubréf. Síðan hefur ekkert gerst. „Ég var að vona að þeir myndu rifta samningnum við mig en það hafa þeir ekki gert,“ segir Erna og bætir við að hún sjái ekki aðra leið en fara í mál félagið.
Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Innlent Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Innlent Fleiri fréttir Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Sjá meira