Lífið

Íslensk listaverk prýða snjóbretti í Sotsjí

Gunnar Leó Pálsson skrifar
Margeir Dire Sigurðsson og Georg Óskar Giannakoudakis, ásamt Míu Margeirsdóttur, vinna vel saman og skipa listamannatvíeykið Góms.
Margeir Dire Sigurðsson og Georg Óskar Giannakoudakis, ásamt Míu Margeirsdóttur, vinna vel saman og skipa listamannatvíeykið Góms. Mynd/Einkasafn
„Brettin sem listaverkin okkar prýða eru komin í sölu,“ segir listamaðurinn Margeir Dire Sigurðsson en hann ásamt Georg Óskari Giannakoudakis mynda saman listamannatvíeykið Góms. Þeir hönnuðu listaverk sem prýðir snjóbretti sem íþróttavörumerkið Head hefur sett í sölu. Head er þekkt merki í íþróttaheiminum og þá sérstaklega í vetraríþróttaheiminum.

Hér sjáum við verkið sem prýðir snjóbrettin.Mynd/Einkasafn
Svissneska snjóbrettadívan Sina Candrian notar bretti sem verk Góms prýðir á Vetrarólympíuleikunum í Sotsjí. „Það er gaman að sjá svona virtan snjóbrettakeppanda nota bretti með okkar listaverki,“ segir Margeir léttur í lundu.

Þeir félagar eru æskuvinir og hafa unnið saman í myndlist í allmörg ár. Fyrir utan brettalistaverk vinnur Margeir hörðum höndum við að skreyta veggina sem umlykja hjartagarðinn á milli Laugavegs og Hverfisgötu.

„Ég er einnig að vinna í því að opna eigið gallerí og verslun sem mun heita 33, enda stendur sú aðstaða við Laugaveg 33,“ útskýrir Margeir. Þá er Georg Óskar með sýningu í Reykjavík Art Gallery, við Skúlagötu 30.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.