Lífið

Styrktaræfingar eru nauðsynlegar

Marín Manda skrifar
Ebba Særún Brynjarsdóttir, íþróttakona
Ebba Særún Brynjarsdóttir, íþróttakona
„Styrktaræfingar skipta gríðarlegu máli fyrir mig sem hlaupara. Þær eru frábær forvörn gegn meiðslum og styrkja mig á allan hátt. Þessar æfingar geta allir gert, heima í stofu eða úti á túni. Gefið ykkur tíma og prófið. Ég get lofað ykkur smá strengjum og vellíðan út um allan kropp,“ segir Ebba Særún Brynjarsdóttir íþróttakona, en hún hefur náð miklum árangri sem maraþonhlaupari og þríþrautarkona undanfarin ár. Hér sýnir hún góðar styrktaræfingar með eigin líkamsþyngd sem hægt er að gera alls staðar.

Uppstig. Stíga upp á bekk. Annan fótinn í einu. Spenna miðsvæðið allan tímann. Passa að löppin sem kemur seinna upp fari alla leið inn á bekkinn og rétta vel úr fæti/líkama.
Planki. Þessi æfing er frábær. Hægt er að útfæra hana á marga vegu, t.d. eins og eg sýni hér. Annar fóturinn upp í einu eða hönd á móti fæti. Flott er að halda í þessari stöðu 30 sek.-2 mín. *3.
Magi & bak. Ég legg mikið upp úr styrk fyrir maga og bak. Hér heldur þú armbeygjustöðu og dregur svo annan fótinn í einu, hné upp að olnboga. Þetta er endurtekið 10 sinnum á hvorn fót *3. Passa að missa mjóbak og rass ekki niður





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.