Langar til að leikstýra Shakespeare Ugla Egilsdóttir skrifar 6. febrúar 2014 12:00 Kolbrún Björt væri til í að leikstýra Shakespeare-verki hér heima. Mynd/Tom Oakes. „Draumurinn væri að leikstýra einhverri af stóru tragedíum Shakespeare,“ segir Kolbrún Björt Sigfúsdóttir, sem útskrifaðist úr meistaranámi í Shakespeare-leikstjórn frá Háskólanum í Exeter í janúar. Hún veit ekki til þess að fleiri Íslendingar séu menntaðir í Shakespeare-leikstjórn. „Svo getur vel verið að einhver hafi lært þetta án þess að ég viti af því,“ segir Kolbrún. „Ég myndi gjarnan vilja fá tækifæri til þess að leikstýra Shakespeare á Íslandi.“ Kolbrún hefur verið afkastamikil eftir að formlegri kennslu lauk og hefur hlotið góða dóma fyrir þau verk sem hún hefur komið að. „Ég hjálpaði Agli Heiðari Antoni Pálssyni við uppsetningu á Frúnni frá hafinu í Svíþjóð, og leikstýrði sýningunni Shakespeare in Hell með Brite Theatre-leikhópnum. Í henni leiðir Aríel úr Ofviðrinu áhorfendur í gegnum níu hringi helvítis Dantes, og þeir hitta fyrir mismunandi Shakespeare-persónur á hverjum stað. Ég skrifaði líka og lék í einleiknum Chet Baker, Love,“ segir Kolbrún.Hæfileikarík Kolbrún Björt er listrænn stjórnandi Brite Theatre-hópsins sem setti upp Shakespeare in Hell.Mynd/David Johnson.Eftir jól frumsýndi hópurinn Midsummer Madness nýja leikgerð byggða á Ljóninu, norninni og skápnum eftir C.S. Lewis. „Það er ekki beinlínis næsti bær við Shakespeare, en námið nýtist mér samt við leikstjórnina. Ég lærði að treysta sögunni og textanum í sögunni. Mér finnst gaman að vinna með fólki með bakgrunn í Shakespeare. Það hefur tækni við að segja sögur sem ég kann að meta,“ segir Kolbrún. Lokaritgerðin hennar fjallaði um eins konar hvað ef-leikhús. „Það er kallað „reimaging. Þá skrifar maður nýtt handrit og setur persónur úr einhverju verki í nýjar aðstæður. Dæmi um þetta er sýning sem ég bjó til með leikhópi og er byggð á Lé konungi. Í þessari útgáfu eru systurnar samankomnar í hreinsunareldinum þar sem þær endurskapa bara þær aðstæður sem ollu voveiflegum dauðdaga þeirra með persónubrestum sínum.“ Áður en Kolbrún fór utan að læra lauk hún námi í fræðum og framkvæmd, sem nú heitir sviðshöfundabraut, við leiklistardeild Listaháskóla Íslands. „Þetta eru eins ólíkir skólar í leiklist og hægt er að finna. Það er gaman að blanda þessum tveimur skólum saman. Í Listaháskólanum var gert ráð fyrir að allir viti hvað hefðbundið leikhús er, og það er ráðist strax í að afbyggja það. En við nánari athugun er hefðbundið leikhús flóknara en maður heldur. Það dýpkar skilning manns að læra hvort tveggja,“ segir hún. Gagnrýnendur hrifnir af Kolbrúnu Björt „Chet Baker, Love er einhver áhugaverðasta og óhefðbundnasta leiksýning sem ég hef nokkurn tímann séð.“ -Úr dómi Sabrina Aziz fyrir Exeposé „Stemningin var óþægileg, sem var viðeigandi. Myrkur, draugalegur rauður glampi og hitastækja sköpuðu helvískan jarðveg fyrir hrollvekjandi atriði.“ -Úr dómi Helen Carrington fyrir Razz Magazine um Shakespeare in Hell. „Þessi uppsetning er trú anda bókar C.S. Lewis í meiri mæli en nokkur önnur leikgerð sem ég hef séð þrátt fyrir takmarkanir sem sviðið og búningarnir settu.“ -Úr dómi Helen Carrington fyrir Razz Magazine um Ljónið, nornina og skápinn. Mest lesið Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Lífið Að lifa drauminn: Englafjárfestir, uppistandari, móðir, með sér yngri manni og og og... Áskorun „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Lífið „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Lífið Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Lífið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna Lífið Húsó fjarlægðir af Rúv Menning Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Lífið Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni Fleiri fréttir „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Sjá meira
„Draumurinn væri að leikstýra einhverri af stóru tragedíum Shakespeare,“ segir Kolbrún Björt Sigfúsdóttir, sem útskrifaðist úr meistaranámi í Shakespeare-leikstjórn frá Háskólanum í Exeter í janúar. Hún veit ekki til þess að fleiri Íslendingar séu menntaðir í Shakespeare-leikstjórn. „Svo getur vel verið að einhver hafi lært þetta án þess að ég viti af því,“ segir Kolbrún. „Ég myndi gjarnan vilja fá tækifæri til þess að leikstýra Shakespeare á Íslandi.“ Kolbrún hefur verið afkastamikil eftir að formlegri kennslu lauk og hefur hlotið góða dóma fyrir þau verk sem hún hefur komið að. „Ég hjálpaði Agli Heiðari Antoni Pálssyni við uppsetningu á Frúnni frá hafinu í Svíþjóð, og leikstýrði sýningunni Shakespeare in Hell með Brite Theatre-leikhópnum. Í henni leiðir Aríel úr Ofviðrinu áhorfendur í gegnum níu hringi helvítis Dantes, og þeir hitta fyrir mismunandi Shakespeare-persónur á hverjum stað. Ég skrifaði líka og lék í einleiknum Chet Baker, Love,“ segir Kolbrún.Hæfileikarík Kolbrún Björt er listrænn stjórnandi Brite Theatre-hópsins sem setti upp Shakespeare in Hell.Mynd/David Johnson.Eftir jól frumsýndi hópurinn Midsummer Madness nýja leikgerð byggða á Ljóninu, norninni og skápnum eftir C.S. Lewis. „Það er ekki beinlínis næsti bær við Shakespeare, en námið nýtist mér samt við leikstjórnina. Ég lærði að treysta sögunni og textanum í sögunni. Mér finnst gaman að vinna með fólki með bakgrunn í Shakespeare. Það hefur tækni við að segja sögur sem ég kann að meta,“ segir Kolbrún. Lokaritgerðin hennar fjallaði um eins konar hvað ef-leikhús. „Það er kallað „reimaging. Þá skrifar maður nýtt handrit og setur persónur úr einhverju verki í nýjar aðstæður. Dæmi um þetta er sýning sem ég bjó til með leikhópi og er byggð á Lé konungi. Í þessari útgáfu eru systurnar samankomnar í hreinsunareldinum þar sem þær endurskapa bara þær aðstæður sem ollu voveiflegum dauðdaga þeirra með persónubrestum sínum.“ Áður en Kolbrún fór utan að læra lauk hún námi í fræðum og framkvæmd, sem nú heitir sviðshöfundabraut, við leiklistardeild Listaháskóla Íslands. „Þetta eru eins ólíkir skólar í leiklist og hægt er að finna. Það er gaman að blanda þessum tveimur skólum saman. Í Listaháskólanum var gert ráð fyrir að allir viti hvað hefðbundið leikhús er, og það er ráðist strax í að afbyggja það. En við nánari athugun er hefðbundið leikhús flóknara en maður heldur. Það dýpkar skilning manns að læra hvort tveggja,“ segir hún. Gagnrýnendur hrifnir af Kolbrúnu Björt „Chet Baker, Love er einhver áhugaverðasta og óhefðbundnasta leiksýning sem ég hef nokkurn tímann séð.“ -Úr dómi Sabrina Aziz fyrir Exeposé „Stemningin var óþægileg, sem var viðeigandi. Myrkur, draugalegur rauður glampi og hitastækja sköpuðu helvískan jarðveg fyrir hrollvekjandi atriði.“ -Úr dómi Helen Carrington fyrir Razz Magazine um Shakespeare in Hell. „Þessi uppsetning er trú anda bókar C.S. Lewis í meiri mæli en nokkur önnur leikgerð sem ég hef séð þrátt fyrir takmarkanir sem sviðið og búningarnir settu.“ -Úr dómi Helen Carrington fyrir Razz Magazine um Ljónið, nornina og skápinn.
Mest lesið Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Lífið Að lifa drauminn: Englafjárfestir, uppistandari, móðir, með sér yngri manni og og og... Áskorun „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Lífið „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Lífið Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Lífið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna Lífið Húsó fjarlægðir af Rúv Menning Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Lífið Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni Fleiri fréttir „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Sjá meira