Vinsæll prjónavélaklúbbur á Facebook Ragnheiður Tryggvadóttir skrifar 6. febrúar 2014 14:00 Ósk Óskarsdóttir heldur úti prjónavélaklúbbi á Facebook. MYND/GVA Ég fékk fyrstu vélina þegar ég var 18 ára og hef átt nokkrar gegnum tíðina. Núna eru þrjár vélar uppistandandi heima og nokkrar gamlar í geymslunni,“ segir Ósk Óskarsdóttir, kjóla- og klæðskerameistari og eldheit áhugamanneskja um prjónavélar og prjónaskap. Ósk heldur úti Facebook-grúppunni Prjónavélaklúbburinn sem hefur nú hátt í fimm hundruð meðlimi. „Ég setti hópinn á laggirnar fyrir nokkrum árum. Mér fannst vanta umræðuvettvang fyrir áhugafólk um prjónavélar,“ segir Ósk en á síðunni deilir fólk uppskriftum og ýmsum upplýsingum og þá hefur Ósk einnig haldið námskeið í vélprjóni fyrir hópinn. Hún segir vinsældir vélprjóns alltaf að aukast. „Vélprjón datt mikið niður þegar flísefnið kom til sögunnar og þá var framleiðslu á mörgum prjónavélagerðum hætt. Eftir efnahagshrunið í heiminum hefur vélprjónið tekið sig upp aftur og fer vaxandi en það eru ekki seldar prjónavélar hér á landi. Það eru þó gamlar vélar til víða í geymslum og uppi á háaloftum,“ segir Ósk. Sjálf auglýsti hún á sínum tíma eftir vél í Bændablaðinu og fékk góð viðbrögð. „Ég ætlaði bara að fá mér eina vél en það höfðu margir samband, og ég á erfitt með að segja nei,“ segir hún sposk. „Elsta vélin mín er frá 1930 og einnig á ég sokkaprjónavél frá því um 1920. Þær voru algengar í kringum fyrri heimstyrjöld og hér á Íslandi var verið að prjóna sokka á slíkar vélar á mörgum heimilum. Þegar móðir mín, sem nú er áttræð, var í sveit hjá ömmusystur sinni, voru einmitt prjónaðir á hana háir ullarsokkar í svona vél. Mig langar í aðra sokkaprjónavél en hef ekki fundið fleiri ennþá.“En prjónarðu þá ekkert í höndunum lengur? „Jú, eitthvað, Ég prjóna til dæmis lopapeysur að hluta í vél og klára þær svo í höndunum. En mér finnst skemmtilegra að prjóna á vélina, það er meiri áskorun. Það er öðruvísi en að prjóna í höndunum. Maður er ekkert endilega fljótari þar sem ýmis konar frágangur er á því sem kemur úr vélinni. Þetta er bara skemmtilegra.“ Prjónavélaklúbbur Óskar er á Facebook. Mest lesið Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Lífið Destiny's Child með óvænta endurkomu Lífið „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Lífið Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Lífið Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Lífið Jóhanna Guðrún gæsuð Lífið Ragga Holm og Elma giftu sig Lífið Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper Lífið Vók Ofurmenni slaufað Gagnrýni Gervigreindarfyrirsæta í Vogue vekur ugg Tíska og hönnun Fleiri fréttir Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Rene Kirby er látinn Pamela smellti kossi á Neeson Beittu listamönnum sem leynivopni í kalda stríðinu Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Sjá meira
Ég fékk fyrstu vélina þegar ég var 18 ára og hef átt nokkrar gegnum tíðina. Núna eru þrjár vélar uppistandandi heima og nokkrar gamlar í geymslunni,“ segir Ósk Óskarsdóttir, kjóla- og klæðskerameistari og eldheit áhugamanneskja um prjónavélar og prjónaskap. Ósk heldur úti Facebook-grúppunni Prjónavélaklúbburinn sem hefur nú hátt í fimm hundruð meðlimi. „Ég setti hópinn á laggirnar fyrir nokkrum árum. Mér fannst vanta umræðuvettvang fyrir áhugafólk um prjónavélar,“ segir Ósk en á síðunni deilir fólk uppskriftum og ýmsum upplýsingum og þá hefur Ósk einnig haldið námskeið í vélprjóni fyrir hópinn. Hún segir vinsældir vélprjóns alltaf að aukast. „Vélprjón datt mikið niður þegar flísefnið kom til sögunnar og þá var framleiðslu á mörgum prjónavélagerðum hætt. Eftir efnahagshrunið í heiminum hefur vélprjónið tekið sig upp aftur og fer vaxandi en það eru ekki seldar prjónavélar hér á landi. Það eru þó gamlar vélar til víða í geymslum og uppi á háaloftum,“ segir Ósk. Sjálf auglýsti hún á sínum tíma eftir vél í Bændablaðinu og fékk góð viðbrögð. „Ég ætlaði bara að fá mér eina vél en það höfðu margir samband, og ég á erfitt með að segja nei,“ segir hún sposk. „Elsta vélin mín er frá 1930 og einnig á ég sokkaprjónavél frá því um 1920. Þær voru algengar í kringum fyrri heimstyrjöld og hér á Íslandi var verið að prjóna sokka á slíkar vélar á mörgum heimilum. Þegar móðir mín, sem nú er áttræð, var í sveit hjá ömmusystur sinni, voru einmitt prjónaðir á hana háir ullarsokkar í svona vél. Mig langar í aðra sokkaprjónavél en hef ekki fundið fleiri ennþá.“En prjónarðu þá ekkert í höndunum lengur? „Jú, eitthvað, Ég prjóna til dæmis lopapeysur að hluta í vél og klára þær svo í höndunum. En mér finnst skemmtilegra að prjóna á vélina, það er meiri áskorun. Það er öðruvísi en að prjóna í höndunum. Maður er ekkert endilega fljótari þar sem ýmis konar frágangur er á því sem kemur úr vélinni. Þetta er bara skemmtilegra.“ Prjónavélaklúbbur Óskar er á Facebook.
Mest lesið Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Lífið Destiny's Child með óvænta endurkomu Lífið „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Lífið Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Lífið Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Lífið Jóhanna Guðrún gæsuð Lífið Ragga Holm og Elma giftu sig Lífið Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper Lífið Vók Ofurmenni slaufað Gagnrýni Gervigreindarfyrirsæta í Vogue vekur ugg Tíska og hönnun Fleiri fréttir Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Rene Kirby er látinn Pamela smellti kossi á Neeson Beittu listamönnum sem leynivopni í kalda stríðinu Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Sjá meira