Erfitt að vera aðgerðarlaus 3. febrúar 2014 09:30 Vinnufús Navid Nouri við saumavélina. Mynd/Pjetur „Ég geri þetta fyrst og fremst fyrir sjálfan mig,“ segir Navid Nouri, hælisleitandi á Íslandi, sem saumar og gerir við föt fyrir Flóamarkað Konukots. „Sem flóttamanni leyfist mér ekki að stunda vinnu á Íslandi. Þegar manni er bannað að vinna er mjög erfitt að sitja heima allan daginn og hafa ekkert fyrir stafni. Þess vegna hafði ég samband við Rauða krossinn til að athuga hvort ég gæti fengið eitthvað að gera á daginn. Fyrir um þremur vikum byrjaði ég svo í sjálfboðavinnu hérna.“ Ágóðinn af flóamarkaðinum rennur til Konukots, neyðarskýlis fyrir heimilislausar konur. Navid hefur töluverða reynslu af saumaskap. „Ég vann í saumaverksmiðju í Íran. Þar saumaði ég þó aðeins föt á karlmenn, en hér sauma ég konuföt.“ Það eru lítil viðbrigði fyrir hann. „Það er næstum eins að sauma fyrir konur og karla,“ segir Navid. Auk þess að sauma sorterar hann fötin sem Konukoti eru gefin og sinnir viðvikum. Navid undrast að Flóamarkaður Konukots sé ekki betur sóttur. „Samt eru þetta fínustu föt, og þau eru seld á algjörum spottprís,“ segir Navid. „Ef ég fengi að ráða myndi ég tvöfalda verðið,“ segir hann. Navid kveðst vera afar vinnufús. „Ég vann hjá BK-kjúklingi í um mánuð. Það er ekki auðvelt að finna vinnu þegar maður er ekki með kennitölu. Þegar ég fékk vinnu hjá BK-kjúklingi sótti yfirmaðurinn minn þar um kennitölu fyrir mig.“ Á þeim tíma bjó Navid í Keflavík. „Ég hafði ekki efni á að taka rútu alla virka daga. Ég vildi hins vegar gera allt sem í mínu valdi stóð til að halda starfinu. Ég svaf á götunni í nokkrar nætur. Svo gisti ég í sex nætur hjá No Borders-samtökunum og vinkona mín leyfði mér að gista hjá sér í þrjár nætur. En ég fór heim til Keflavíkur um helgar. Eftir mánuð í þessari vinnu var mér sagt að lögunum hefði verið breytt og ég mætti ekki vinna á Íslandi,“ segir Navid. Navid er ánægður með að hafa eitthvað fyrir stafni. „Maður ærist af því að hafa ekkert að gera,“ segir Navid.Markaðurinn verður opinn alla laugardaga í febrúar á milli kl. 12 og 17 í Eskihlíð 4 þar sem Fjölskylduhjálpin var áður. Mest lesið „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Lífið Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Lífið Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Lífið Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Lífið Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Lífið Flottasti garður landsins er á Selfossi Lífið samstarf Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri Lífið „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Lífið Íslendingar geta verið sóðar Lífið samstarf Destiny's Child með óvænta endurkomu Lífið Fleiri fréttir Harrý reiði fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Sjá meira
„Ég geri þetta fyrst og fremst fyrir sjálfan mig,“ segir Navid Nouri, hælisleitandi á Íslandi, sem saumar og gerir við föt fyrir Flóamarkað Konukots. „Sem flóttamanni leyfist mér ekki að stunda vinnu á Íslandi. Þegar manni er bannað að vinna er mjög erfitt að sitja heima allan daginn og hafa ekkert fyrir stafni. Þess vegna hafði ég samband við Rauða krossinn til að athuga hvort ég gæti fengið eitthvað að gera á daginn. Fyrir um þremur vikum byrjaði ég svo í sjálfboðavinnu hérna.“ Ágóðinn af flóamarkaðinum rennur til Konukots, neyðarskýlis fyrir heimilislausar konur. Navid hefur töluverða reynslu af saumaskap. „Ég vann í saumaverksmiðju í Íran. Þar saumaði ég þó aðeins föt á karlmenn, en hér sauma ég konuföt.“ Það eru lítil viðbrigði fyrir hann. „Það er næstum eins að sauma fyrir konur og karla,“ segir Navid. Auk þess að sauma sorterar hann fötin sem Konukoti eru gefin og sinnir viðvikum. Navid undrast að Flóamarkaður Konukots sé ekki betur sóttur. „Samt eru þetta fínustu föt, og þau eru seld á algjörum spottprís,“ segir Navid. „Ef ég fengi að ráða myndi ég tvöfalda verðið,“ segir hann. Navid kveðst vera afar vinnufús. „Ég vann hjá BK-kjúklingi í um mánuð. Það er ekki auðvelt að finna vinnu þegar maður er ekki með kennitölu. Þegar ég fékk vinnu hjá BK-kjúklingi sótti yfirmaðurinn minn þar um kennitölu fyrir mig.“ Á þeim tíma bjó Navid í Keflavík. „Ég hafði ekki efni á að taka rútu alla virka daga. Ég vildi hins vegar gera allt sem í mínu valdi stóð til að halda starfinu. Ég svaf á götunni í nokkrar nætur. Svo gisti ég í sex nætur hjá No Borders-samtökunum og vinkona mín leyfði mér að gista hjá sér í þrjár nætur. En ég fór heim til Keflavíkur um helgar. Eftir mánuð í þessari vinnu var mér sagt að lögunum hefði verið breytt og ég mætti ekki vinna á Íslandi,“ segir Navid. Navid er ánægður með að hafa eitthvað fyrir stafni. „Maður ærist af því að hafa ekkert að gera,“ segir Navid.Markaðurinn verður opinn alla laugardaga í febrúar á milli kl. 12 og 17 í Eskihlíð 4 þar sem Fjölskylduhjálpin var áður.
Mest lesið „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Lífið Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Lífið Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Lífið Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Lífið Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Lífið Flottasti garður landsins er á Selfossi Lífið samstarf Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri Lífið „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Lífið Íslendingar geta verið sóðar Lífið samstarf Destiny's Child með óvænta endurkomu Lífið Fleiri fréttir Harrý reiði fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Sjá meira