Erfitt að vera aðgerðarlaus 3. febrúar 2014 09:30 Vinnufús Navid Nouri við saumavélina. Mynd/Pjetur „Ég geri þetta fyrst og fremst fyrir sjálfan mig,“ segir Navid Nouri, hælisleitandi á Íslandi, sem saumar og gerir við föt fyrir Flóamarkað Konukots. „Sem flóttamanni leyfist mér ekki að stunda vinnu á Íslandi. Þegar manni er bannað að vinna er mjög erfitt að sitja heima allan daginn og hafa ekkert fyrir stafni. Þess vegna hafði ég samband við Rauða krossinn til að athuga hvort ég gæti fengið eitthvað að gera á daginn. Fyrir um þremur vikum byrjaði ég svo í sjálfboðavinnu hérna.“ Ágóðinn af flóamarkaðinum rennur til Konukots, neyðarskýlis fyrir heimilislausar konur. Navid hefur töluverða reynslu af saumaskap. „Ég vann í saumaverksmiðju í Íran. Þar saumaði ég þó aðeins föt á karlmenn, en hér sauma ég konuföt.“ Það eru lítil viðbrigði fyrir hann. „Það er næstum eins að sauma fyrir konur og karla,“ segir Navid. Auk þess að sauma sorterar hann fötin sem Konukoti eru gefin og sinnir viðvikum. Navid undrast að Flóamarkaður Konukots sé ekki betur sóttur. „Samt eru þetta fínustu föt, og þau eru seld á algjörum spottprís,“ segir Navid. „Ef ég fengi að ráða myndi ég tvöfalda verðið,“ segir hann. Navid kveðst vera afar vinnufús. „Ég vann hjá BK-kjúklingi í um mánuð. Það er ekki auðvelt að finna vinnu þegar maður er ekki með kennitölu. Þegar ég fékk vinnu hjá BK-kjúklingi sótti yfirmaðurinn minn þar um kennitölu fyrir mig.“ Á þeim tíma bjó Navid í Keflavík. „Ég hafði ekki efni á að taka rútu alla virka daga. Ég vildi hins vegar gera allt sem í mínu valdi stóð til að halda starfinu. Ég svaf á götunni í nokkrar nætur. Svo gisti ég í sex nætur hjá No Borders-samtökunum og vinkona mín leyfði mér að gista hjá sér í þrjár nætur. En ég fór heim til Keflavíkur um helgar. Eftir mánuð í þessari vinnu var mér sagt að lögunum hefði verið breytt og ég mætti ekki vinna á Íslandi,“ segir Navid. Navid er ánægður með að hafa eitthvað fyrir stafni. „Maður ærist af því að hafa ekkert að gera,“ segir Navid.Markaðurinn verður opinn alla laugardaga í febrúar á milli kl. 12 og 17 í Eskihlíð 4 þar sem Fjölskylduhjálpin var áður. Mest lesið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Móðurmorð í blóðugu jólaboði Gagnrýni Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Lífið Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Lífið Blö byrjar árið á bingói Lífið Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Lífið Isiah Whitlock Jr. látinn Lífið Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Menning Fleiri fréttir Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sjá meira
„Ég geri þetta fyrst og fremst fyrir sjálfan mig,“ segir Navid Nouri, hælisleitandi á Íslandi, sem saumar og gerir við föt fyrir Flóamarkað Konukots. „Sem flóttamanni leyfist mér ekki að stunda vinnu á Íslandi. Þegar manni er bannað að vinna er mjög erfitt að sitja heima allan daginn og hafa ekkert fyrir stafni. Þess vegna hafði ég samband við Rauða krossinn til að athuga hvort ég gæti fengið eitthvað að gera á daginn. Fyrir um þremur vikum byrjaði ég svo í sjálfboðavinnu hérna.“ Ágóðinn af flóamarkaðinum rennur til Konukots, neyðarskýlis fyrir heimilislausar konur. Navid hefur töluverða reynslu af saumaskap. „Ég vann í saumaverksmiðju í Íran. Þar saumaði ég þó aðeins föt á karlmenn, en hér sauma ég konuföt.“ Það eru lítil viðbrigði fyrir hann. „Það er næstum eins að sauma fyrir konur og karla,“ segir Navid. Auk þess að sauma sorterar hann fötin sem Konukoti eru gefin og sinnir viðvikum. Navid undrast að Flóamarkaður Konukots sé ekki betur sóttur. „Samt eru þetta fínustu föt, og þau eru seld á algjörum spottprís,“ segir Navid. „Ef ég fengi að ráða myndi ég tvöfalda verðið,“ segir hann. Navid kveðst vera afar vinnufús. „Ég vann hjá BK-kjúklingi í um mánuð. Það er ekki auðvelt að finna vinnu þegar maður er ekki með kennitölu. Þegar ég fékk vinnu hjá BK-kjúklingi sótti yfirmaðurinn minn þar um kennitölu fyrir mig.“ Á þeim tíma bjó Navid í Keflavík. „Ég hafði ekki efni á að taka rútu alla virka daga. Ég vildi hins vegar gera allt sem í mínu valdi stóð til að halda starfinu. Ég svaf á götunni í nokkrar nætur. Svo gisti ég í sex nætur hjá No Borders-samtökunum og vinkona mín leyfði mér að gista hjá sér í þrjár nætur. En ég fór heim til Keflavíkur um helgar. Eftir mánuð í þessari vinnu var mér sagt að lögunum hefði verið breytt og ég mætti ekki vinna á Íslandi,“ segir Navid. Navid er ánægður með að hafa eitthvað fyrir stafni. „Maður ærist af því að hafa ekkert að gera,“ segir Navid.Markaðurinn verður opinn alla laugardaga í febrúar á milli kl. 12 og 17 í Eskihlíð 4 þar sem Fjölskylduhjálpin var áður.
Mest lesið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Móðurmorð í blóðugu jólaboði Gagnrýni Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Lífið Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Lífið Blö byrjar árið á bingói Lífið Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Lífið Isiah Whitlock Jr. látinn Lífið Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Menning Fleiri fréttir Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sjá meira
Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein