Lífið

Vilja ekki að fólki leiðist í leikhúsi

Arnmundur Ernst Backman, Arndís Hrönn Egilsdóttir og Hjörtur Jóhann Jónsson.
Arnmundur Ernst Backman, Arndís Hrönn Egilsdóttir og Hjörtur Jóhann Jónsson. Fréttablaðið/GVA
Með burðarhlutverk í sýningunni fara þau Arndís Hrönn Egilsdóttir, Hjört­ur Jóhann Jónsson og Arnmundur Ernst Backman. Ljósmyndari Frétta­blaðsins kom við á æfingu Bláskjás í gær og leikstjórinn var tekinn tali.

Bláskjár fjallar um tvö systkini í Kópavogi sem hafa búið í kjallaranum hjá föður sínum síðustu sjö árin og lítið sem ekkert farið út.

„En nú er kallinn dáinn og yngsti bróðirinn sem ólst upp á efstu hæðinni gerir sig líklegan til að taka við af föður sínum. Allt breytist þó þegar blá endurvinnslutunna frá Kópavogsbæ birtist óvænt á stofugólfinu,“ segir Vignir Rafn Valþórsson, leikstjóri verksins, um söguþráðinn.

„Bláskjár er íslenskt gamandrama, með súrum keim, og fjallar um einlæga löngun tveggja systkina í Kópavogi, skammt frá Hamraborg, til að endurnýta sig og byrja lífið upp á nýtt. Reyndar fjallar það um sitthvað fleira, til dæmis feðraveldið, grimmdina, ofbeldið og veikburða getu okkar til þess að segja hvert öðru satt – og svo auðvitað Bláskjá og sígaunana,“ útskýrir Vignir, léttur í bragði og bætir við.

„Bláskjár ætti að höfða sérstaklega til þeirra sem hafa áralanga reynslu af að láta sér leiðast í leikhúsinu og langar að breyta út af vananum.“

En æfingar hafa ekki gengið snurðulaust fyrir sig.

„Leiðin er búin að vera löng og ströng. Útgáfan af handritinu sem nú er æfð á sviðinu er draft númer næstum-þriggja-stafa-tala,“ segir Vignir að lokum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.