Tilfinningar eru vannýtt auðlind Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 29. janúar 2014 09:00 Arnór hefur gaman af því að stúdera tilfinningar. Vísir/GVA „Kjarninn í erindinu felst í því að sýna fram á að tilfinningar eru vannýtt auðlind. Það er það sem ég hef komist að í gegnum mína reynslu í markþjálfun,“ segir markþjálfinn Arnór Másson. Hann heldur fyrirlesturinn Tilfinningar í markþjálfun – auðlind eða hrærigrautur? á Markþjálfunardeginum í Opna háskólanum á morgun. Arnór Másson er markþjálfi með alþjóðlega ACC-vottun frá ICF og PDE í frumkvöðlafræði frá Keili, HÍ og NMÍ. Hann hefur mikla reynslu í markþjálfun, starfar við námskeiðahald og markþjálfun hjá AM markþjálfun og er leiðbeinandi í markþjálfunarnámi hjá Evolvia ehf. „Ég vonast til þess að fólk sem sækir fyrirlesturinn fái skýrari skilning á vægi tilfinninga, ekki bara í markþjálfun heldur almennt í lífinu. Ég vona að fólk geti nýtt sér þetta, því hvernig er hægt að ná árangri í lífinu án þess að vera hæfur að lesa í sjálfan sig og aðra?“ bætir Arnór við. Hann leggur áherslu á að sýna fram á hvernig fólk skiptist á tilfinningum. „Við leggjum mikla áherslu á tungumálið. Það er mikil gjöf og mikilvægt. En við fæðumst ekki með tungumálið að vopni. Við byrjum strax að hafa tjáskipti án tungumálsins. Ég vil sýna fram á það hvernig tilfinningaskipti eiga sér stað, sem sagt hvernig við skiptumst á tilfinningum með og án orða. Ef ég væri ekki með tilfinningar myndi ég tala eins og vélmenni. Við erum ekki meðvituð um það og pælum ekki í því í daglegu lífi. Sjö prósent af tjáskiptum og skilningi eru orð – allt hitt er óyrt. Ég skýri þetta á fyrirlestrinum út frá því dæmi þegar barn fæðist í heiminn og fer í fang móður sinnar. Þá byrja ekki bara tjáskipti heldur líka einhvers konar skilningur.“ Hann segir allar manneskjur hafa sex grunntilfinningar. „Ég bendi líka á það sem er einstakt við manneskjuna, óháð menningu, þjóðerni og trú, er að við höfum sex grunntilfinningar sem við tjáum eins. Vöðvarnir í andlitinu eru hannaðir þannig að við getum sýnt þessar grunntilfinningar og notað þær án þess að kunna tungumál. Þessar tilfinningar eru gleði, að vera hissa, viðbjóður, ótti, depurð og reiði,“ segir Arnór en markþjálfar horfa aðallega í gleði og að vera hissa. „Mér finnst gaman að stúdera tilfinningar. Ég er að læra sálfræði og útskrifast með BS-gráðu í þeim fræðum í vor. Markþjálfar vinna ekki við að laga það sem er bilað heldur efla auðlindina sem er innra með manninum. Við erum ekki klappstýrur. Við vinnum faglega með fólki til að ná árangri. Ég nýti tilfinningar í markþjálfun enda mikill tilfinningakarl,“ segir Arnór en fyrirlestur hans stendur frá 11.10 til 11.40 í sal M216. Mest lesið Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Lífið Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Lífið Á spítala eftir samfarir við 583 menn Lífið Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Lífið „Hæ allir saman, kjósið New Day Will Rise“ Lífið Níu ára toppaði Hvannadalshnjúk og renndi sér niður Lífið Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði Lífið Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Lífið „Erum við að reyna fá fólk til þess að vera svikara“ Lífið Iðnaðarmaður ársins 2025 - Elsa er komin í úrslit Lífið samstarf Fleiri fréttir Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði „Hæ allir saman, kjósið New Day Will Rise“ „Erum við að reyna fá fólk til þess að vera svikara“ Á spítala eftir samfarir við 583 menn Hjálmar með upplyftandi morgunkveðju Níu ára toppaði Hvannadalshnjúk og renndi sér niður Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Kim „loksins“ útskrifuð Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Sigurvegarinn vill banna Ísrael Tilkynna um 29 ný atriði á Iceland Airwaves Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Color Run flytur úr Laugardal og í Kópavog Dunda dömurnar fögnuðu í bongó blíðu Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Dulúðug hvít andlit: „Nú horfi ég á þetta allt öðruvísi“ Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Bakslag í veikindi Valgeirs Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Úr klikkaðri kynlífsþrá í alls enga Rikki G og Valdís eiga von á barni „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Vill Ísrael og Úkraínu úr Eurovision Sjá meira
„Kjarninn í erindinu felst í því að sýna fram á að tilfinningar eru vannýtt auðlind. Það er það sem ég hef komist að í gegnum mína reynslu í markþjálfun,“ segir markþjálfinn Arnór Másson. Hann heldur fyrirlesturinn Tilfinningar í markþjálfun – auðlind eða hrærigrautur? á Markþjálfunardeginum í Opna háskólanum á morgun. Arnór Másson er markþjálfi með alþjóðlega ACC-vottun frá ICF og PDE í frumkvöðlafræði frá Keili, HÍ og NMÍ. Hann hefur mikla reynslu í markþjálfun, starfar við námskeiðahald og markþjálfun hjá AM markþjálfun og er leiðbeinandi í markþjálfunarnámi hjá Evolvia ehf. „Ég vonast til þess að fólk sem sækir fyrirlesturinn fái skýrari skilning á vægi tilfinninga, ekki bara í markþjálfun heldur almennt í lífinu. Ég vona að fólk geti nýtt sér þetta, því hvernig er hægt að ná árangri í lífinu án þess að vera hæfur að lesa í sjálfan sig og aðra?“ bætir Arnór við. Hann leggur áherslu á að sýna fram á hvernig fólk skiptist á tilfinningum. „Við leggjum mikla áherslu á tungumálið. Það er mikil gjöf og mikilvægt. En við fæðumst ekki með tungumálið að vopni. Við byrjum strax að hafa tjáskipti án tungumálsins. Ég vil sýna fram á það hvernig tilfinningaskipti eiga sér stað, sem sagt hvernig við skiptumst á tilfinningum með og án orða. Ef ég væri ekki með tilfinningar myndi ég tala eins og vélmenni. Við erum ekki meðvituð um það og pælum ekki í því í daglegu lífi. Sjö prósent af tjáskiptum og skilningi eru orð – allt hitt er óyrt. Ég skýri þetta á fyrirlestrinum út frá því dæmi þegar barn fæðist í heiminn og fer í fang móður sinnar. Þá byrja ekki bara tjáskipti heldur líka einhvers konar skilningur.“ Hann segir allar manneskjur hafa sex grunntilfinningar. „Ég bendi líka á það sem er einstakt við manneskjuna, óháð menningu, þjóðerni og trú, er að við höfum sex grunntilfinningar sem við tjáum eins. Vöðvarnir í andlitinu eru hannaðir þannig að við getum sýnt þessar grunntilfinningar og notað þær án þess að kunna tungumál. Þessar tilfinningar eru gleði, að vera hissa, viðbjóður, ótti, depurð og reiði,“ segir Arnór en markþjálfar horfa aðallega í gleði og að vera hissa. „Mér finnst gaman að stúdera tilfinningar. Ég er að læra sálfræði og útskrifast með BS-gráðu í þeim fræðum í vor. Markþjálfar vinna ekki við að laga það sem er bilað heldur efla auðlindina sem er innra með manninum. Við erum ekki klappstýrur. Við vinnum faglega með fólki til að ná árangri. Ég nýti tilfinningar í markþjálfun enda mikill tilfinningakarl,“ segir Arnór en fyrirlestur hans stendur frá 11.10 til 11.40 í sal M216.
Mest lesið Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Lífið Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Lífið Á spítala eftir samfarir við 583 menn Lífið Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Lífið „Hæ allir saman, kjósið New Day Will Rise“ Lífið Níu ára toppaði Hvannadalshnjúk og renndi sér niður Lífið Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði Lífið Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Lífið „Erum við að reyna fá fólk til þess að vera svikara“ Lífið Iðnaðarmaður ársins 2025 - Elsa er komin í úrslit Lífið samstarf Fleiri fréttir Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði „Hæ allir saman, kjósið New Day Will Rise“ „Erum við að reyna fá fólk til þess að vera svikara“ Á spítala eftir samfarir við 583 menn Hjálmar með upplyftandi morgunkveðju Níu ára toppaði Hvannadalshnjúk og renndi sér niður Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Kim „loksins“ útskrifuð Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Sigurvegarinn vill banna Ísrael Tilkynna um 29 ný atriði á Iceland Airwaves Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Color Run flytur úr Laugardal og í Kópavog Dunda dömurnar fögnuðu í bongó blíðu Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Dulúðug hvít andlit: „Nú horfi ég á þetta allt öðruvísi“ Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Bakslag í veikindi Valgeirs Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Úr klikkaðri kynlífsþrá í alls enga Rikki G og Valdís eiga von á barni „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Vill Ísrael og Úkraínu úr Eurovision Sjá meira